Um hvað verður kosið í Reykjavík? Ingvar Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 20:14 Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar