Um hvað verður kosið í Reykjavík? Ingvar Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 20:14 Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar