Einstakt tækifæri í menningarmálum Björn B. Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Sjá meira
Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun