Einstakt tækifæri í menningarmálum Björn B. Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun