Netflix veðjar á mikinn vöxt á streymismarkaði Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar