Netflix veðjar á mikinn vöxt á streymismarkaði Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Sjá meira
Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun