Strætó setur nærri 900 milljónir í rafmagnsvagna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Með því að skipta út fjórtán dísilvögnum fyrir rafmagnsvagna sparast 1.750 tonn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á ári. Fréttablaðið/Ernir „Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00
Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00