Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að mikil eftirvænting ríki fyrir komu rafmagnsvagnanna. Mynd/Aðsend „Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“ Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“
Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira