Hjalti fær loksins greitt frá Íshestum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2018 10:37 Hjalti Gunnarsson (til hægri) hefur getið sér gott orð í leiklistinni í Biskupstungum. Vísir/Magnús Hlynur Hjalti Gunnarsson, ferðaþjónustubóndi á Kjóastöðum í Bláskógabyggð í Biskupstungum, vann mál sitt við Íshesta fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dómur var kveðinn upp á fimmtudag. Íshestar þurfa að greiða Hjalta ógreidda fimmtán milljóna króna skuld frá árinu 2016. Forsaga málsins er sú að Hjalti fór í 24 ár með ferðamenn í lengri hestaferðir yfir Kjöl eða í styttri hestaferðir. Ferðirnar voru í samvinnu við Íshesta sem seldu ferðirnar, tóku við greiðslu og fluttu fólkið til Hjalta þangað sem það var sótt að ferð lokinni. Viku fyrir ferð fékk Hjalti nafnalista frá Íshestum og í lok ferðar sendi hann Íshestum reikning.Hjónin Einar Bollason og Sigrún Ingólfsdóttir ráku Íshesta allt þar til Fannar Ólafsson fór fyrir fjárfestahópi sem keypti fyrirtækið árið 2011 Einar segir tilboðið hafa verið of gott til þess að hafna því.Vísir/GVABar á greiðsludrætti með nýjum eigendum Hjalti segir samstarfið hafa gengið hnökralaust fyrir sig þangað til Einar Bollason seldi Íshesta árið 2012 og Fannar Ólafsson tók við fyrirtækinu og gegndi stöðu framkvæmdastjóra. Þá hafi farið að bera á greiðsludrætti. Þann 1. desember 2015 hafi verið gerður samstarfssamningur um hestaferðir sumarið 2016 og hvaða gjald skyldi greiða fyrir hvern farþega. Reikningar voru gefnir voru út í júlí, ágúst og september 2016 og stílaðir á Íshesta sem þá var komið með nýja kennitölu. Fyrstu tveir reikningarnir voru greiddir 19. september það ár en fjórir til viðbótar, sem námu samanlagt tæplega 15 milljónum króna, fengust ekki greiddir. Íshestar svöruðu ekki tveimur innheimtubréfum í október og nóvember þetta ár. Íshestar báru fyrir sig fyrir dómi að þeim væri ekki skylt að greiða reikningana þar sem að samningur Hjalta var við Íshesta á eldri kennitölu. Íshestum, á nýrri kennitölu, væri því ranglega stefnt.Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra.vísir/gvaAllur reksturinn seldur til nýja félagsins Samkvæmt samningi Íshesta ehf um kaup á eldra félaginu var allur rekstur hins gamla félags seldur til hins nýja félags. Þar með talið seú allar ferðir, öll seld þjónustu og þær ferðir sem hafi verið pantaðar fyrir afhendingu á félaginu en verði inntar af hendi eftir afhendingardag. Allar tekjur og kostnaður vegna framseldra verka, sem falli til eftir afhendingardag, tilheyri kaupanda, þ.e. Íshestum á nýrri kennitölu. „Þetta ákvæði kaupsamningsins verður ekki skilið á annan hátt en þann að stefndi hafi yfirtekið kostnað vegna umdeildra hestaferða, hvort sem þær voru pantaðar eða farnar fyrir eða eftir afhendingardag 20. júní 2017. Líta verður svo á að með þessum ákvæðum kaupsamningsins hafi stefndi orðið skuldbundinn gagnvart stefnanda,“ segir í niðurstöðu dómsins.Íslenskir hestar í íslenskum haga.Vísir/GVA.Tölvupóstssamskipti styðja mál Hjalta Þá styðji önnur gögn málsins þessa niðurstöðu enda hafi nýr framkvæmdastjóri Íshesta, Skarphéðinn Berg Steinarsson, greitt tvo reikninga frá Hjalta í september 2016 og sömuleiðis sent nafnalista til Hjalta í júní 2016 vegna ferða sem farnar voru 2. og 9. júlí. Þá bendi tölvupóstssamskipti Hjalta og Skarphéðins til þess að Skarphéðinn hafi litið svo á að Íshestar væri skuldbundið Hjalta vegna hestaferðanna sumarið og haustið 2016. Í samninngum frá 1. desember 2015 fyrir sumarið 2016 kom fram að Íshestar skyldu greiða Hjalta 166.500 krónur fyrir hvern farþega í sex daga Kjalarferðir, 83.250 krónur fyrir þriggja daga sveitarævintýri og 52.200 krónur fyrir Norðurljósaferðir. „Reikningar stefnanda eru samkvæmt þessari verðskrá og jafnframt tilgreindur fjöldi farþega. Krafa stefnanda er því skýr og ekki þörf fyrir undirgögn til stuðnings kröfunni. Krafa stefnda um lækkum á kröfu stefnanda verður því ekki tekin til greina.“Fannar Ólafsson var á sínum tíma fyrirliði Íslandsmeistara KR.vísir/daníelSíðasta sumar til bjargarHjalti sagði í samtali við Stundina í síðustu viku að hann og kona hans, Ása Viktoría Dalkarls, skrimptu. Það hafi bjargað þeim að síðasta sumar hafi verið óvenju gott. „Það má kannski segja að Íshestar hafi komið undir mig fótunum, en kippt þeim svo undan mér aftur. Maður fór að sjá peninga fljótlega eftir að maður fór að vinna hjá þeim, allavega svona eitthvað aðeins rúmlega en það sem maður þurfti nauðsynlega á að halda. Svo núna er maður kominn í verri stöðu en maður var þegar maður byrjaði.“ Fannar Ólafsson segir, í samtali við Stundina, að reksturinn hafi verið mjög erfiður. „Við vorum að selja ferðir níu mánuðum áður en þær voru farnar,“ segir hann. „Þær voru allar seldar í evrum, eða erlendum gjaldmiðli, en þegar kom að því að fá þær greiddar, níu mánuðum seinna, var krónan búin að styrkjast um eitthvað um þrjátíu prósent. Fyrir lítið fyrirtæki eins og Íshesta, að tapa tuttugu til sextíu milljónum bara á gengismun á þessum tíma, það segir sig sjálft hvernig það fór.“ Fannar segist hafa tapað 96 milljónum króna með kaupunum á Íshestum. 34 milljónir hafi farið úr eigin vasa til að standa við greiðslur til bænda. Ekki liggur fyrir hvort Íshestar munu áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Tengdar fréttir Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. 1. apríl 2012 18:00 Skarphéðinn til Íshesta Skarphéðinn B. Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íshesta. Skarphéðinn hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og stjórnun fyrirtækja. Hann var síðast hjá Ferðaskrifstofu Íslands. Frá árinu 2013 hefur Skarphéðinn rekið eigin ferðaþjónustu í Stykkishólmi. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Hjalti Gunnarsson, ferðaþjónustubóndi á Kjóastöðum í Bláskógabyggð í Biskupstungum, vann mál sitt við Íshesta fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dómur var kveðinn upp á fimmtudag. Íshestar þurfa að greiða Hjalta ógreidda fimmtán milljóna króna skuld frá árinu 2016. Forsaga málsins er sú að Hjalti fór í 24 ár með ferðamenn í lengri hestaferðir yfir Kjöl eða í styttri hestaferðir. Ferðirnar voru í samvinnu við Íshesta sem seldu ferðirnar, tóku við greiðslu og fluttu fólkið til Hjalta þangað sem það var sótt að ferð lokinni. Viku fyrir ferð fékk Hjalti nafnalista frá Íshestum og í lok ferðar sendi hann Íshestum reikning.Hjónin Einar Bollason og Sigrún Ingólfsdóttir ráku Íshesta allt þar til Fannar Ólafsson fór fyrir fjárfestahópi sem keypti fyrirtækið árið 2011 Einar segir tilboðið hafa verið of gott til þess að hafna því.Vísir/GVABar á greiðsludrætti með nýjum eigendum Hjalti segir samstarfið hafa gengið hnökralaust fyrir sig þangað til Einar Bollason seldi Íshesta árið 2012 og Fannar Ólafsson tók við fyrirtækinu og gegndi stöðu framkvæmdastjóra. Þá hafi farið að bera á greiðsludrætti. Þann 1. desember 2015 hafi verið gerður samstarfssamningur um hestaferðir sumarið 2016 og hvaða gjald skyldi greiða fyrir hvern farþega. Reikningar voru gefnir voru út í júlí, ágúst og september 2016 og stílaðir á Íshesta sem þá var komið með nýja kennitölu. Fyrstu tveir reikningarnir voru greiddir 19. september það ár en fjórir til viðbótar, sem námu samanlagt tæplega 15 milljónum króna, fengust ekki greiddir. Íshestar svöruðu ekki tveimur innheimtubréfum í október og nóvember þetta ár. Íshestar báru fyrir sig fyrir dómi að þeim væri ekki skylt að greiða reikningana þar sem að samningur Hjalta var við Íshesta á eldri kennitölu. Íshestum, á nýrri kennitölu, væri því ranglega stefnt.Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra.vísir/gvaAllur reksturinn seldur til nýja félagsins Samkvæmt samningi Íshesta ehf um kaup á eldra félaginu var allur rekstur hins gamla félags seldur til hins nýja félags. Þar með talið seú allar ferðir, öll seld þjónustu og þær ferðir sem hafi verið pantaðar fyrir afhendingu á félaginu en verði inntar af hendi eftir afhendingardag. Allar tekjur og kostnaður vegna framseldra verka, sem falli til eftir afhendingardag, tilheyri kaupanda, þ.e. Íshestum á nýrri kennitölu. „Þetta ákvæði kaupsamningsins verður ekki skilið á annan hátt en þann að stefndi hafi yfirtekið kostnað vegna umdeildra hestaferða, hvort sem þær voru pantaðar eða farnar fyrir eða eftir afhendingardag 20. júní 2017. Líta verður svo á að með þessum ákvæðum kaupsamningsins hafi stefndi orðið skuldbundinn gagnvart stefnanda,“ segir í niðurstöðu dómsins.Íslenskir hestar í íslenskum haga.Vísir/GVA.Tölvupóstssamskipti styðja mál Hjalta Þá styðji önnur gögn málsins þessa niðurstöðu enda hafi nýr framkvæmdastjóri Íshesta, Skarphéðinn Berg Steinarsson, greitt tvo reikninga frá Hjalta í september 2016 og sömuleiðis sent nafnalista til Hjalta í júní 2016 vegna ferða sem farnar voru 2. og 9. júlí. Þá bendi tölvupóstssamskipti Hjalta og Skarphéðins til þess að Skarphéðinn hafi litið svo á að Íshestar væri skuldbundið Hjalta vegna hestaferðanna sumarið og haustið 2016. Í samninngum frá 1. desember 2015 fyrir sumarið 2016 kom fram að Íshestar skyldu greiða Hjalta 166.500 krónur fyrir hvern farþega í sex daga Kjalarferðir, 83.250 krónur fyrir þriggja daga sveitarævintýri og 52.200 krónur fyrir Norðurljósaferðir. „Reikningar stefnanda eru samkvæmt þessari verðskrá og jafnframt tilgreindur fjöldi farþega. Krafa stefnanda er því skýr og ekki þörf fyrir undirgögn til stuðnings kröfunni. Krafa stefnda um lækkum á kröfu stefnanda verður því ekki tekin til greina.“Fannar Ólafsson var á sínum tíma fyrirliði Íslandsmeistara KR.vísir/daníelSíðasta sumar til bjargarHjalti sagði í samtali við Stundina í síðustu viku að hann og kona hans, Ása Viktoría Dalkarls, skrimptu. Það hafi bjargað þeim að síðasta sumar hafi verið óvenju gott. „Það má kannski segja að Íshestar hafi komið undir mig fótunum, en kippt þeim svo undan mér aftur. Maður fór að sjá peninga fljótlega eftir að maður fór að vinna hjá þeim, allavega svona eitthvað aðeins rúmlega en það sem maður þurfti nauðsynlega á að halda. Svo núna er maður kominn í verri stöðu en maður var þegar maður byrjaði.“ Fannar Ólafsson segir, í samtali við Stundina, að reksturinn hafi verið mjög erfiður. „Við vorum að selja ferðir níu mánuðum áður en þær voru farnar,“ segir hann. „Þær voru allar seldar í evrum, eða erlendum gjaldmiðli, en þegar kom að því að fá þær greiddar, níu mánuðum seinna, var krónan búin að styrkjast um eitthvað um þrjátíu prósent. Fyrir lítið fyrirtæki eins og Íshesta, að tapa tuttugu til sextíu milljónum bara á gengismun á þessum tíma, það segir sig sjálft hvernig það fór.“ Fannar segist hafa tapað 96 milljónum króna með kaupunum á Íshestum. 34 milljónir hafi farið úr eigin vasa til að standa við greiðslur til bænda. Ekki liggur fyrir hvort Íshestar munu áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.
Tengdar fréttir Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. 1. apríl 2012 18:00 Skarphéðinn til Íshesta Skarphéðinn B. Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íshesta. Skarphéðinn hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og stjórnun fyrirtækja. Hann var síðast hjá Ferðaskrifstofu Íslands. Frá árinu 2013 hefur Skarphéðinn rekið eigin ferðaþjónustu í Stykkishólmi. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. 1. apríl 2012 18:00
Skarphéðinn til Íshesta Skarphéðinn B. Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íshesta. Skarphéðinn hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og stjórnun fyrirtækja. Hann var síðast hjá Ferðaskrifstofu Íslands. Frá árinu 2013 hefur Skarphéðinn rekið eigin ferðaþjónustu í Stykkishólmi. 21. október 2015 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent