Hættuleg hugmynd Læknar, skipulagsfræðingur og hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur skrifa 1. febrúar 2018 07:00 Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði því til að þetta væri hættuleg hugmynd því það myndi tefja afhendingu nýja sjúkrahússins um 10-15 ár! En er það svo?Þarf betri staðsetning að tefja um 10-15 ár? Ef nýtt sjúkrahús er byggt á auðu aðgengilegu svæði taka sjálfar byggingarframkvæmdirnar væntanlega um 5 ár eða svipað og bygging nýs meðferðarkjarna í gamla sjúkrahúsþorpinu við Hringbraut. En við Hringbraut telst nýtt sjúkrahús ekki fullbyggt fyrr en búið er að endurbyggja gömlu húsin sem áætlað er að muni taka 6 ár til viðbótar. Samtals eru þetta 11 ár en yrðu trúlega mun fleiri. Ef byggður er nýr spítali á nýjum stað þarf vissulega fyrst að finna staðinn með faglegri staðarvalsgreiningu. Síðan þarf að aðlaga hönnun og skipulag sem vinna má að hluta samhliða og má vel gera á 5 árum. Samtals mætti því koma upp nýjum spítala á betri stað á 10 árum, styttri tíma en byggingar og endurbyggingar munu taka á Hringbraut. Ef byggt er við á Hringbraut skerðist starfsemin þar á byggingartímanum af ýmsum ástæðum. Mat Hagfræðistofnunar HÍ er að kostnaður við tilflutning starfsemi á byggingartímanum verði 5 milljarðar kr. Engin slík skerðing verður ef byggt er á nýjum stað, heldur verður flutt í tilbúið húsnæði þegar það er tilbúið. Með nýju og betra sjúkrahúsi á betri stað styttast ferðir að og frá staðnum en áætlað er að þær verði um 18.000 á sólarhring. Það minnkar áhættu vegna ferða, en í dag verða flest slys á flöskuhálsinum Miklubraut af öllum vegum landsins.Hættur varðandi staðsetningu spítala Þegar spítala er valinn staður þarf meðal annars að horfa á eftirfarandi.1. Hvaða staðsetning tryggir sem flestum stutta, greiða leið á spítalann? Svarið er auðvitað staðsetning sem næst þungamiðju byggðar með sem bestum samgöngutengingum. Þetta skiptir miklu máli því að á sólarhring munu að jafnaði um 100 sjúkrabílar koma að spítalanum og um 9.000 aðrar ferðir að og sami fjöldi frá enda starfsmenn um 5.000, nemar um 1.500 auk sjúklinga og aðstandenda. Það getur skipt sköpum að komast fljótt „undir læknishendur“. Vel staðsettur spítali styttir ferðatíma flestra. Ef spítalinn verður á Hringbraut þarf tímafrekar og kostnaðarsamar úrbætur á samgöngumannvirkjum. Setja þarf Miklubraut í stokk frá Kringlunni að Hringbraut, Öskjuhlíðargöng, veg yfir Skerjafjörð og Borgarlínu. Allt þetta kostar yfir hundrað milljarða króna úr ríkissjóði, sem ekki er aflögufær vegna annarra brýnna verkefna. Því mun þetta taka áratugi. Sumt af þessu þarf vissulega að koma þó spítalinn flytjist á betri stað, en það er ekki eins mikið lífsspursmál og má gerast á lengri tíma. Samkvæmt þessu er það eiginlega hættulegri hugmynd að vilja byggja spítalann við Hringbraut í stað þess að byggja á betri stað ef gengið er út frá því að vilji sé fyrir hendi til að byggja nýtt sjúkrahús og um það þarf ekki að efast.2. Hvernig bygging stuðlar að bestum árangri sjúkrahússins? Vel hannað sjúkrahús með nægu rými fyrir sjúklinga og stuttum vegalengdum innanhúss milli deilda nær betri árangri en sjúkrahús í misgömlum byggingum, sumum sýktum af húsamyglu, sem tengdar eru saman með löngum göngum. Gott sjúkrahús heldur betur í starfsfólk og árangurinn batnar enn. Það er því hættuminna að byggja nýjan spítala á betri stað en bæta við spítalaþorpið við Hringbraut.Framhaldið Betri spítali á betri stað mun bjarga mörgum mannslífum og bæta önnur og það myndi spítali við Hringbraut einnig gera, en bara ekki eins mörgum. Svo kostar í raun minna að byggja nýjan spítala á góðu opnu, aðgengilegu svæði þannig að það ætti ekkert að vera því að vanbúnaði. Til að finna bestu staðina þarf faglega staðarvalsgreiningu unna af óvilhöllum fagaðilum, erlendum og innlendum í bland. Fela mætti sérfræðingunum að raða bestu valkostunum upp eftir matsþáttum svo sem samgöngum, gæðum, umhverfisáhrifum og kostnaði. Síðan má fela þjóðinni að velja milli bestu staðanna. Þá verður þetta mikilvæga mál afgreitt af fagmennsku og með lýðræðislegum hætti. Á meðan unnið er að undirbúningi nýs spítala á betri stað má leggja hluta af því fé sem búið er að taka frá til byggingar sjúkrahúss í undirbúning og í að bæta núverandi heilbrigðiskerfi sem er undirfjármagnað. Með þessari aðferð drögum við úr áhættu allra viðkomandi og bætum heilbrigðiskerfið til muna.Ásgeir Snær Vilhjálmsson læknirÁsa St. Atladóttir hjúkrunarfræðingurEbba Margrét Magnúsdóttir, læknir, sérfræðingur á kvennadeildGestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingurGuðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurSigurgeir Kjartansson læknirVilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, starfar á Slysa- og bráðamóttöku LSH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði málshefjandi, Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður, til að gerð yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fundinn besti mögulegi staður til framtíðar litið. Þetta er góð tillaga sem varðar líf og fjármuni almennings. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði því til að þetta væri hættuleg hugmynd því það myndi tefja afhendingu nýja sjúkrahússins um 10-15 ár! En er það svo?Þarf betri staðsetning að tefja um 10-15 ár? Ef nýtt sjúkrahús er byggt á auðu aðgengilegu svæði taka sjálfar byggingarframkvæmdirnar væntanlega um 5 ár eða svipað og bygging nýs meðferðarkjarna í gamla sjúkrahúsþorpinu við Hringbraut. En við Hringbraut telst nýtt sjúkrahús ekki fullbyggt fyrr en búið er að endurbyggja gömlu húsin sem áætlað er að muni taka 6 ár til viðbótar. Samtals eru þetta 11 ár en yrðu trúlega mun fleiri. Ef byggður er nýr spítali á nýjum stað þarf vissulega fyrst að finna staðinn með faglegri staðarvalsgreiningu. Síðan þarf að aðlaga hönnun og skipulag sem vinna má að hluta samhliða og má vel gera á 5 árum. Samtals mætti því koma upp nýjum spítala á betri stað á 10 árum, styttri tíma en byggingar og endurbyggingar munu taka á Hringbraut. Ef byggt er við á Hringbraut skerðist starfsemin þar á byggingartímanum af ýmsum ástæðum. Mat Hagfræðistofnunar HÍ er að kostnaður við tilflutning starfsemi á byggingartímanum verði 5 milljarðar kr. Engin slík skerðing verður ef byggt er á nýjum stað, heldur verður flutt í tilbúið húsnæði þegar það er tilbúið. Með nýju og betra sjúkrahúsi á betri stað styttast ferðir að og frá staðnum en áætlað er að þær verði um 18.000 á sólarhring. Það minnkar áhættu vegna ferða, en í dag verða flest slys á flöskuhálsinum Miklubraut af öllum vegum landsins.Hættur varðandi staðsetningu spítala Þegar spítala er valinn staður þarf meðal annars að horfa á eftirfarandi.1. Hvaða staðsetning tryggir sem flestum stutta, greiða leið á spítalann? Svarið er auðvitað staðsetning sem næst þungamiðju byggðar með sem bestum samgöngutengingum. Þetta skiptir miklu máli því að á sólarhring munu að jafnaði um 100 sjúkrabílar koma að spítalanum og um 9.000 aðrar ferðir að og sami fjöldi frá enda starfsmenn um 5.000, nemar um 1.500 auk sjúklinga og aðstandenda. Það getur skipt sköpum að komast fljótt „undir læknishendur“. Vel staðsettur spítali styttir ferðatíma flestra. Ef spítalinn verður á Hringbraut þarf tímafrekar og kostnaðarsamar úrbætur á samgöngumannvirkjum. Setja þarf Miklubraut í stokk frá Kringlunni að Hringbraut, Öskjuhlíðargöng, veg yfir Skerjafjörð og Borgarlínu. Allt þetta kostar yfir hundrað milljarða króna úr ríkissjóði, sem ekki er aflögufær vegna annarra brýnna verkefna. Því mun þetta taka áratugi. Sumt af þessu þarf vissulega að koma þó spítalinn flytjist á betri stað, en það er ekki eins mikið lífsspursmál og má gerast á lengri tíma. Samkvæmt þessu er það eiginlega hættulegri hugmynd að vilja byggja spítalann við Hringbraut í stað þess að byggja á betri stað ef gengið er út frá því að vilji sé fyrir hendi til að byggja nýtt sjúkrahús og um það þarf ekki að efast.2. Hvernig bygging stuðlar að bestum árangri sjúkrahússins? Vel hannað sjúkrahús með nægu rými fyrir sjúklinga og stuttum vegalengdum innanhúss milli deilda nær betri árangri en sjúkrahús í misgömlum byggingum, sumum sýktum af húsamyglu, sem tengdar eru saman með löngum göngum. Gott sjúkrahús heldur betur í starfsfólk og árangurinn batnar enn. Það er því hættuminna að byggja nýjan spítala á betri stað en bæta við spítalaþorpið við Hringbraut.Framhaldið Betri spítali á betri stað mun bjarga mörgum mannslífum og bæta önnur og það myndi spítali við Hringbraut einnig gera, en bara ekki eins mörgum. Svo kostar í raun minna að byggja nýjan spítala á góðu opnu, aðgengilegu svæði þannig að það ætti ekkert að vera því að vanbúnaði. Til að finna bestu staðina þarf faglega staðarvalsgreiningu unna af óvilhöllum fagaðilum, erlendum og innlendum í bland. Fela mætti sérfræðingunum að raða bestu valkostunum upp eftir matsþáttum svo sem samgöngum, gæðum, umhverfisáhrifum og kostnaði. Síðan má fela þjóðinni að velja milli bestu staðanna. Þá verður þetta mikilvæga mál afgreitt af fagmennsku og með lýðræðislegum hætti. Á meðan unnið er að undirbúningi nýs spítala á betri stað má leggja hluta af því fé sem búið er að taka frá til byggingar sjúkrahúss í undirbúning og í að bæta núverandi heilbrigðiskerfi sem er undirfjármagnað. Með þessari aðferð drögum við úr áhættu allra viðkomandi og bætum heilbrigðiskerfið til muna.Ásgeir Snær Vilhjálmsson læknirÁsa St. Atladóttir hjúkrunarfræðingurEbba Margrét Magnúsdóttir, læknir, sérfræðingur á kvennadeildGestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingurGuðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurSigurgeir Kjartansson læknirVilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, starfar á Slysa- og bráðamóttöku LSH
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar