Örlagaatburða minnst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:15 Gylfi er öllum hnútum kunnugur í loftskeytasal varðskipsins Óðins. Vísir/Eyþór Árnason Tuttugu og sex sjómenn af tveimur breskum togurum og einum íslenskum vélbáti týndu lífi þann 5. febrúar árið 1968. Af því tilefni verður haldin athöfn á morgun, mánudag, klukkan 16, um borð í varðskipinu Óðni þar sem það liggur við festar við Sjóminjasafnið á Grandagarði. Jafnframt verður þess minnst að áhöfnin á Óðni vann hetjudáð er hún bjargaði 18 manns við erfiðar aðstæður í sama fárviðri. Aðalathöfnin verður í þyrluskýlinu svo verður kaffi og dagskrá í messa Óðins. Auk minningarorða séra Hjálmars Jónssonar og ávarps Michaels Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, mun Gylfi Geirsson, formaður öldungaráðs Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi starfsmaður hennar, rekja atburðina fyrir 50 árum í stuttu máli. Hann kveðst byrja á að minnast á togarann St. Romanus sem sökk norðarlega í Norðursjó í janúar 1968. „Bretar telja hann alltaf með í því sem þeir kalla „triple trawler tragedy“, líka togarann Kingston Peridot sem fórst í sama mánuði á Mánárbreka út af Tjörnesi. Svo er komið að 5. febrúar. Þá hvolfdi Ross Cleveland í mynni Skutulsfjarðar þar sem 19 fórust en einn komst lífs af við illan leik, og báturinn Heiðrún II frá Bolungarvík fórst sama kvöld með sex manns. Svo fjalla ég um togarann Notts County sem strandaði á sama tíma við Snæfjallaströnd og skipverjana 18 sem varðskipsmenn á Óðni björguðu daginn eftir við erfiðar aðstæður en einn maður var látinn úr kulda og vosbúð. Síðan kem ég svolítið inn á eftirmálana og tæknina í sambandi við björgun, fjarskipti og siglingar á þessum tíma, reyni að draga upp mynd af þeim erfiðleikum sem gátu skapast á sjó.“ Gylfi ætlar og að rekja lítillega það sem gerðist í framhaldinu, vitna í skeytasendingar þáverandi forsætisráðherra Íslands og Bretlands, Bjarna Benediktssonar og Harolds Wilson. „Ég les líka hluta úr svari ráðherra í breska þinginu við fyrirspurn þingmanns úr sal um þessa atburði á Íslandsmiðum, þar sem 58 Bretar höfðu farist á fáum vikum. Auðvitað höfðu þeir atburðir mikil áhrif og í kjölfar þeirra voru öryggiskröfur hertar.“ Þó atburðirnir séu stórir kveðst Gylfi ekki verða langorður. „Ég fer ekki í smáatriði, heldur reyni að halda mig við stóru myndina,“ segir hann og kveðst aðspurður muna þessa atburði sjálfur. „Ég var samt ekki byrjaður hjá Landhelgisgæslunni þá en ég var kominn á sjó sem loftskeytamaður hjá Eimskip.“ Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
Tuttugu og sex sjómenn af tveimur breskum togurum og einum íslenskum vélbáti týndu lífi þann 5. febrúar árið 1968. Af því tilefni verður haldin athöfn á morgun, mánudag, klukkan 16, um borð í varðskipinu Óðni þar sem það liggur við festar við Sjóminjasafnið á Grandagarði. Jafnframt verður þess minnst að áhöfnin á Óðni vann hetjudáð er hún bjargaði 18 manns við erfiðar aðstæður í sama fárviðri. Aðalathöfnin verður í þyrluskýlinu svo verður kaffi og dagskrá í messa Óðins. Auk minningarorða séra Hjálmars Jónssonar og ávarps Michaels Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, mun Gylfi Geirsson, formaður öldungaráðs Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi starfsmaður hennar, rekja atburðina fyrir 50 árum í stuttu máli. Hann kveðst byrja á að minnast á togarann St. Romanus sem sökk norðarlega í Norðursjó í janúar 1968. „Bretar telja hann alltaf með í því sem þeir kalla „triple trawler tragedy“, líka togarann Kingston Peridot sem fórst í sama mánuði á Mánárbreka út af Tjörnesi. Svo er komið að 5. febrúar. Þá hvolfdi Ross Cleveland í mynni Skutulsfjarðar þar sem 19 fórust en einn komst lífs af við illan leik, og báturinn Heiðrún II frá Bolungarvík fórst sama kvöld með sex manns. Svo fjalla ég um togarann Notts County sem strandaði á sama tíma við Snæfjallaströnd og skipverjana 18 sem varðskipsmenn á Óðni björguðu daginn eftir við erfiðar aðstæður en einn maður var látinn úr kulda og vosbúð. Síðan kem ég svolítið inn á eftirmálana og tæknina í sambandi við björgun, fjarskipti og siglingar á þessum tíma, reyni að draga upp mynd af þeim erfiðleikum sem gátu skapast á sjó.“ Gylfi ætlar og að rekja lítillega það sem gerðist í framhaldinu, vitna í skeytasendingar þáverandi forsætisráðherra Íslands og Bretlands, Bjarna Benediktssonar og Harolds Wilson. „Ég les líka hluta úr svari ráðherra í breska þinginu við fyrirspurn þingmanns úr sal um þessa atburði á Íslandsmiðum, þar sem 58 Bretar höfðu farist á fáum vikum. Auðvitað höfðu þeir atburðir mikil áhrif og í kjölfar þeirra voru öryggiskröfur hertar.“ Þó atburðirnir séu stórir kveðst Gylfi ekki verða langorður. „Ég fer ekki í smáatriði, heldur reyni að halda mig við stóru myndina,“ segir hann og kveðst aðspurður muna þessa atburði sjálfur. „Ég var samt ekki byrjaður hjá Landhelgisgæslunni þá en ég var kominn á sjó sem loftskeytamaður hjá Eimskip.“
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira