Maðurinn sem sendi Hawaiibúum eldflaugaviðvörunina hefur fengið líflátshótanir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2018 08:42 Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara frá stofnuninni. Starfsmaður bandarískra yfirvalda sem sendi íbúum Hawaii viðvörun um að eldflaug stefndi á eyjarnar um miðjan síðasta mánuð segir að hann hafi á þeim tíma verið sannfærður um að ekki hafi verið um æfingu að ræða. Málið vakti mikla athygli enda héldu margir íbúa Hawaii í heilar 38 mínútur að endalokin væru nærri. Maðurinn sem sendi Hawaii-búum viðvöruna mætti í nafnlaust viðtal hjá sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi þar sem hann sagðist hafa fengið líflátshótanir á síðustu vikum. „Ég gerði bara það sem mér hafði verið kennt að gera,“ sagði maðurinn.Sjá einnig: Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barstÞað var að morgni dags um miðjan síðasta mánuð sem yfirmenn almannavarnayfirvalda á eyjunum ákváðu að standa fyrir æfingu. Ruglingur varð hins vegar um hverjir ættu að taka þátt, en skömmu eftir klukkan átta að morgni fengu starfsmenn skilaboð í síma. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að í upphafi og við lok skilaboðanna var sérstaklega tekið fram: „æfing, æfing, æfing“. Í miðjum skilaboðunum var hins vegar tekið fram að „ekki [væri um] æfingu að ræða“. Starfsmaðurinn segist ekki hafa heyrt að orðið „æfing“ og þegar hann hafi gert sér grein fyrir mistökunum hafi hann helst viljað fela sig undir steini.„Þetta var svakalega erfitt fyrir mig, mikið um tilfinningar,“ segir hann í samtali við NBC.Hefur verið látinn faraFimm aðrir starfsmenn yfirvalda, sem tóku þátt í æfingunni, hafa sagst hafa heyrt að um æfingu væri að ræða og segir í niðurstöðum rannsóknar um málið að umræddur starfsmaður hafi áður mistekið flóðbylgju- og brunaviðvörunaræfingar yfirvalda sem raunverulega atburði. Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara. „Mér þykir mjög leitt, það sem gerðist. Mér líður mjög illa, en ég gerði bara það sem ég taldi rétt þá stundina,“ segir maðurinn. Tengdar fréttir Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00 Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Sá sem gaf út eldflaugaviðvörunina á Hawaii hélt að árás væri yfirvofandi 30. janúar 2018 18:09 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Starfsmaður bandarískra yfirvalda sem sendi íbúum Hawaii viðvörun um að eldflaug stefndi á eyjarnar um miðjan síðasta mánuð segir að hann hafi á þeim tíma verið sannfærður um að ekki hafi verið um æfingu að ræða. Málið vakti mikla athygli enda héldu margir íbúa Hawaii í heilar 38 mínútur að endalokin væru nærri. Maðurinn sem sendi Hawaii-búum viðvöruna mætti í nafnlaust viðtal hjá sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi þar sem hann sagðist hafa fengið líflátshótanir á síðustu vikum. „Ég gerði bara það sem mér hafði verið kennt að gera,“ sagði maðurinn.Sjá einnig: Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barstÞað var að morgni dags um miðjan síðasta mánuð sem yfirmenn almannavarnayfirvalda á eyjunum ákváðu að standa fyrir æfingu. Ruglingur varð hins vegar um hverjir ættu að taka þátt, en skömmu eftir klukkan átta að morgni fengu starfsmenn skilaboð í síma. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að í upphafi og við lok skilaboðanna var sérstaklega tekið fram: „æfing, æfing, æfing“. Í miðjum skilaboðunum var hins vegar tekið fram að „ekki [væri um] æfingu að ræða“. Starfsmaðurinn segist ekki hafa heyrt að orðið „æfing“ og þegar hann hafi gert sér grein fyrir mistökunum hafi hann helst viljað fela sig undir steini.„Þetta var svakalega erfitt fyrir mig, mikið um tilfinningar,“ segir hann í samtali við NBC.Hefur verið látinn faraFimm aðrir starfsmenn yfirvalda, sem tóku þátt í æfingunni, hafa sagst hafa heyrt að um æfingu væri að ræða og segir í niðurstöðum rannsóknar um málið að umræddur starfsmaður hafi áður mistekið flóðbylgju- og brunaviðvörunaræfingar yfirvalda sem raunverulega atburði. Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara. „Mér þykir mjög leitt, það sem gerðist. Mér líður mjög illa, en ég gerði bara það sem ég taldi rétt þá stundina,“ segir maðurinn.
Tengdar fréttir Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00 Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Sá sem gaf út eldflaugaviðvörunina á Hawaii hélt að árás væri yfirvofandi 30. janúar 2018 18:09 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00
Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00