Er ekki kominn tími til að tengja? Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 6. febrúar 2018 04:56 Í ár eru 3695 nemendur skráðir á félagsvísindasviði HÍ. Allir eru þeir að sækja sér framhaldsmenntun og koma vonandi til með að útskrifast. Meginstefnan á Íslandi er sú að hér eigi að ríkja lágmarks atvinnuleysi og er því eðlilegt að áætla að þessir 3695 nemar komi til með að leita sér að vinnu eftir útskrift. Til þess að skara fram úr og eiga möguleika á því að fá góða vinnu sem hentar menntun þessara nemenda strax að loknu námi þurfa þeir að öðlast forskot. Eins og staðan er í dag þá er hart barist um góðar stöður í atvinnulífinu. Það er hægt að auðvelda nemendum töluvert fyrir og tengja þau við atvinnulífið á meðan námi stendur. Með því að tengja nemendur háskólans við atvinnulífið þá gera þeir sér fyrr grein hvaða möguleikar standa þeim til boða. Við tengjum nemendur við atvinnulífið með því að draga hugsanlega atvinnuveitendur inn í háskólann og gefa nemendum tækifæri til að kynna sig og kynnast þeim. Möguleikarnir sem standa nemendum félagsvísindasviðs til boða eru gríðarlega margir en nemendum er yfirleitt ekki kynnt hvaða möguleika þeir hafa á meðan námi stendur. Það er ekki fyrr en okkur er spýtt út á atvinnumarkaðinn sem við þurfum að átta okkur sjálf á því hvað við viljum verða þegar við verðum stór en þá er oft of seint í rassinn gripið. Við viljum vita hvað er í boði, hvernig fyrirtækið starfar og hvað við þurfum að gera til að komast þangað sem við ætlum okkur. Þetta gerum við m.a. með því að halda Atvinnudaga Félagsvísindasviðs. Nemendur verða að grípa sjálfir til aðgerða því það gerir þetta enginn fyrir okkur. Fyrirtæki eru langflest opin fyrir því að hafa fyrstu snertingu við hugsanlega starfsmenn fyrr í ferlinu og geta þá átt möguleika að þjálfa þá áður en þeir klára nám. Fáum til okkar gestafyrirlesara, búum til tækifæri fyrir nemendur að eiga samræður við toppa atvinnulífsins. Bjóðum fyrirtækin velkomin til okkar svo þau geta boðið okkur velkomin til sín. Tengingin er þá komin miklu fyrr og ferlið verður skilvirkara fyrir alla. Stúdentar þurfa að draga til sín þau tækifæri sem eru nú þegar til staðar. Það er kominn tími til að tengja.Höfundar greinarinnar skipa 1. og 2. sæti lista Vöku á félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 3695 nemendur skráðir á félagsvísindasviði HÍ. Allir eru þeir að sækja sér framhaldsmenntun og koma vonandi til með að útskrifast. Meginstefnan á Íslandi er sú að hér eigi að ríkja lágmarks atvinnuleysi og er því eðlilegt að áætla að þessir 3695 nemar komi til með að leita sér að vinnu eftir útskrift. Til þess að skara fram úr og eiga möguleika á því að fá góða vinnu sem hentar menntun þessara nemenda strax að loknu námi þurfa þeir að öðlast forskot. Eins og staðan er í dag þá er hart barist um góðar stöður í atvinnulífinu. Það er hægt að auðvelda nemendum töluvert fyrir og tengja þau við atvinnulífið á meðan námi stendur. Með því að tengja nemendur háskólans við atvinnulífið þá gera þeir sér fyrr grein hvaða möguleikar standa þeim til boða. Við tengjum nemendur við atvinnulífið með því að draga hugsanlega atvinnuveitendur inn í háskólann og gefa nemendum tækifæri til að kynna sig og kynnast þeim. Möguleikarnir sem standa nemendum félagsvísindasviðs til boða eru gríðarlega margir en nemendum er yfirleitt ekki kynnt hvaða möguleika þeir hafa á meðan námi stendur. Það er ekki fyrr en okkur er spýtt út á atvinnumarkaðinn sem við þurfum að átta okkur sjálf á því hvað við viljum verða þegar við verðum stór en þá er oft of seint í rassinn gripið. Við viljum vita hvað er í boði, hvernig fyrirtækið starfar og hvað við þurfum að gera til að komast þangað sem við ætlum okkur. Þetta gerum við m.a. með því að halda Atvinnudaga Félagsvísindasviðs. Nemendur verða að grípa sjálfir til aðgerða því það gerir þetta enginn fyrir okkur. Fyrirtæki eru langflest opin fyrir því að hafa fyrstu snertingu við hugsanlega starfsmenn fyrr í ferlinu og geta þá átt möguleika að þjálfa þá áður en þeir klára nám. Fáum til okkar gestafyrirlesara, búum til tækifæri fyrir nemendur að eiga samræður við toppa atvinnulífsins. Bjóðum fyrirtækin velkomin til okkar svo þau geta boðið okkur velkomin til sín. Tengingin er þá komin miklu fyrr og ferlið verður skilvirkara fyrir alla. Stúdentar þurfa að draga til sín þau tækifæri sem eru nú þegar til staðar. Það er kominn tími til að tengja.Höfundar greinarinnar skipa 1. og 2. sæti lista Vöku á félagsvísindasviði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar