Er ekki kominn tími til að tengja? Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 6. febrúar 2018 04:56 Í ár eru 3695 nemendur skráðir á félagsvísindasviði HÍ. Allir eru þeir að sækja sér framhaldsmenntun og koma vonandi til með að útskrifast. Meginstefnan á Íslandi er sú að hér eigi að ríkja lágmarks atvinnuleysi og er því eðlilegt að áætla að þessir 3695 nemar komi til með að leita sér að vinnu eftir útskrift. Til þess að skara fram úr og eiga möguleika á því að fá góða vinnu sem hentar menntun þessara nemenda strax að loknu námi þurfa þeir að öðlast forskot. Eins og staðan er í dag þá er hart barist um góðar stöður í atvinnulífinu. Það er hægt að auðvelda nemendum töluvert fyrir og tengja þau við atvinnulífið á meðan námi stendur. Með því að tengja nemendur háskólans við atvinnulífið þá gera þeir sér fyrr grein hvaða möguleikar standa þeim til boða. Við tengjum nemendur við atvinnulífið með því að draga hugsanlega atvinnuveitendur inn í háskólann og gefa nemendum tækifæri til að kynna sig og kynnast þeim. Möguleikarnir sem standa nemendum félagsvísindasviðs til boða eru gríðarlega margir en nemendum er yfirleitt ekki kynnt hvaða möguleika þeir hafa á meðan námi stendur. Það er ekki fyrr en okkur er spýtt út á atvinnumarkaðinn sem við þurfum að átta okkur sjálf á því hvað við viljum verða þegar við verðum stór en þá er oft of seint í rassinn gripið. Við viljum vita hvað er í boði, hvernig fyrirtækið starfar og hvað við þurfum að gera til að komast þangað sem við ætlum okkur. Þetta gerum við m.a. með því að halda Atvinnudaga Félagsvísindasviðs. Nemendur verða að grípa sjálfir til aðgerða því það gerir þetta enginn fyrir okkur. Fyrirtæki eru langflest opin fyrir því að hafa fyrstu snertingu við hugsanlega starfsmenn fyrr í ferlinu og geta þá átt möguleika að þjálfa þá áður en þeir klára nám. Fáum til okkar gestafyrirlesara, búum til tækifæri fyrir nemendur að eiga samræður við toppa atvinnulífsins. Bjóðum fyrirtækin velkomin til okkar svo þau geta boðið okkur velkomin til sín. Tengingin er þá komin miklu fyrr og ferlið verður skilvirkara fyrir alla. Stúdentar þurfa að draga til sín þau tækifæri sem eru nú þegar til staðar. Það er kominn tími til að tengja.Höfundar greinarinnar skipa 1. og 2. sæti lista Vöku á félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 3695 nemendur skráðir á félagsvísindasviði HÍ. Allir eru þeir að sækja sér framhaldsmenntun og koma vonandi til með að útskrifast. Meginstefnan á Íslandi er sú að hér eigi að ríkja lágmarks atvinnuleysi og er því eðlilegt að áætla að þessir 3695 nemar komi til með að leita sér að vinnu eftir útskrift. Til þess að skara fram úr og eiga möguleika á því að fá góða vinnu sem hentar menntun þessara nemenda strax að loknu námi þurfa þeir að öðlast forskot. Eins og staðan er í dag þá er hart barist um góðar stöður í atvinnulífinu. Það er hægt að auðvelda nemendum töluvert fyrir og tengja þau við atvinnulífið á meðan námi stendur. Með því að tengja nemendur háskólans við atvinnulífið þá gera þeir sér fyrr grein hvaða möguleikar standa þeim til boða. Við tengjum nemendur við atvinnulífið með því að draga hugsanlega atvinnuveitendur inn í háskólann og gefa nemendum tækifæri til að kynna sig og kynnast þeim. Möguleikarnir sem standa nemendum félagsvísindasviðs til boða eru gríðarlega margir en nemendum er yfirleitt ekki kynnt hvaða möguleika þeir hafa á meðan námi stendur. Það er ekki fyrr en okkur er spýtt út á atvinnumarkaðinn sem við þurfum að átta okkur sjálf á því hvað við viljum verða þegar við verðum stór en þá er oft of seint í rassinn gripið. Við viljum vita hvað er í boði, hvernig fyrirtækið starfar og hvað við þurfum að gera til að komast þangað sem við ætlum okkur. Þetta gerum við m.a. með því að halda Atvinnudaga Félagsvísindasviðs. Nemendur verða að grípa sjálfir til aðgerða því það gerir þetta enginn fyrir okkur. Fyrirtæki eru langflest opin fyrir því að hafa fyrstu snertingu við hugsanlega starfsmenn fyrr í ferlinu og geta þá átt möguleika að þjálfa þá áður en þeir klára nám. Fáum til okkar gestafyrirlesara, búum til tækifæri fyrir nemendur að eiga samræður við toppa atvinnulífsins. Bjóðum fyrirtækin velkomin til okkar svo þau geta boðið okkur velkomin til sín. Tengingin er þá komin miklu fyrr og ferlið verður skilvirkara fyrir alla. Stúdentar þurfa að draga til sín þau tækifæri sem eru nú þegar til staðar. Það er kominn tími til að tengja.Höfundar greinarinnar skipa 1. og 2. sæti lista Vöku á félagsvísindasviði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar