Handbolti

Svona var blaðamannafundur HSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Guðmundur Guðmundsson, nýr landsliðsþjálfari og Gunnar Magnússon nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Guðmundur Guðmundsson, nýr landsliðsþjálfari og Gunnar Magnússon nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá hefur Guðmundur Guðmundsson verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 

Guðmundur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag, en hann er nýkominn frá Suður-Kóreu þar sem hann vann silfur með landsliði Barein í Asíukeppninni.

Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska handboltalandsliðinu en hann þjálfaði einnig liðið frá 2001 til 2004 og svo aftur frá 2008 til 2012. 

Enginn þjálfari hefur náð betri árangri með íslenska landsliðið en Guðmundur en undir hans stjórn vann íslenska landsliðið silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2010 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Bein textalýsing frá fundinum er hér fyrir neðan en upptaka af fundinum kemur innan skamms.

Bein textalýsing

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×