Gætu börnin þín lært að lesa á pólsku? Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun