Gætu börnin þín lært að lesa á pólsku? Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun