Fyrrverandi samkennarar segja aðför gerða að skólastjóra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur, Gyðu Kristmanndóttur og Ingibjörgu Maríu Aadnegard misbýður niðurrifstal um Breiðholtsskóla. Vísir/Eyþór „Okkur fyrrverandi starfsmönnum Breiðholtsskóla er misboðið að lesa í blöðum grimmar árásir á gott skólastarf á fyrrverandi vinnustað okkar,“ segja þrjár konur sem allar eru fyrrverandi starfsmenn við Breiðholtsskóla.Í Fréttablaðinu 29. janúar gagnrýndi Silja Andradóttir, móðir stúlku sem hætti í 9. bekk í Breiðholtsskóla í haust, óstöðugleika í skólastarfinu. Þótt kennararnir séu frábærir þá stoppi þeir stutt við í starfi. „Þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ sagði Silja. Skólastjórinn hefur fengið á sig harða gagnrýni. Þær Gyða Kristmannsdóttir, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Ingibjörg María Aadnegard segjast vilja koma Breiðholtsskóla og Jónínu Ágústsdóttur skólastjóra til varnar. Gyða var deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í afleysingum, Siggerður kenndi á miðstigi og Ingibjörg var sérkennari í Breiðholtsskóla.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa„Við hörmum aðför að skólastjóra, sú aðför hefur áhrif á skólabraginn. Jákvæður skólabragur skiptir öllu máli,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg í sameiginlegri yfirlýsingu til Fréttablaðsins. „Þegar stjórnendur og kennarar upplifa slíkt varnarleysi og að þeim er vegið á grimman hátt í dagblöðum landsmanna, stundum með rökleysu, jafnvel röngum ályktunum, bogna flestir. Til að bjarga eigin heilsu og annarra þá er því miður staðreynd að margir hverfa til annarra starfa. Það er meðal annars ástæða fyrir brottför okkar úr Breiðholtsskóla,“ segja konurnar þrjár. Þær undirstrika að það sem byggi gott skólasamfélag sé nemendur, kennarar, foreldrar og annað starfsfólk með samvinnu, traust og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Nærsamfélagið sé einnig hluti af samstarfinu. Byggðin í neðra Breiðholtinu sé eins og lítill kjarni sem umvefji skólasamfélagið.Ekki skólastjóri einn sem veldur „Í þessu skólasamfélagi mætti þó ríkja meiri samstarfsvilji og eining, meðan svo er ekki verða hlutirnir snúnir. Er ekki tímabært að það fólk sem rakkað hefur niður og skaðað þannig skólastarfið líti í eigin barm? Hætti nú og geri sér grein fyrir að það er ekki skólastjóri einn sem byggir skólastarfið. Í tíð núverandi skólastjóra hefur verið lyft grettistaki í að bæta aðbúnað nemenda og kennara,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg. „Er ekki tímabært að stoppa og veita kennurum og stjórnendum vinnufrið, þetta eru góðir fagmenn og hafa verið að gera góða hluti,“ segja þær. Þeirra upplifun sé sú að í Breiðholtsskóla sé unnið að faglegum metnaði barnanna, þar séu góðir námsmenn og glæsileg ungmenni sem njóti fjölbreytts skólastarfs. „Talið saman af virðingu og metnaði fyrir hönd skólans og um skólann því það á skólinn sannarlega skilið, nemendur og allt það starfsfólk sem þar starfar. Kveikjum því á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
„Okkur fyrrverandi starfsmönnum Breiðholtsskóla er misboðið að lesa í blöðum grimmar árásir á gott skólastarf á fyrrverandi vinnustað okkar,“ segja þrjár konur sem allar eru fyrrverandi starfsmenn við Breiðholtsskóla.Í Fréttablaðinu 29. janúar gagnrýndi Silja Andradóttir, móðir stúlku sem hætti í 9. bekk í Breiðholtsskóla í haust, óstöðugleika í skólastarfinu. Þótt kennararnir séu frábærir þá stoppi þeir stutt við í starfi. „Þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ sagði Silja. Skólastjórinn hefur fengið á sig harða gagnrýni. Þær Gyða Kristmannsdóttir, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Ingibjörg María Aadnegard segjast vilja koma Breiðholtsskóla og Jónínu Ágústsdóttur skólastjóra til varnar. Gyða var deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í afleysingum, Siggerður kenndi á miðstigi og Ingibjörg var sérkennari í Breiðholtsskóla.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa„Við hörmum aðför að skólastjóra, sú aðför hefur áhrif á skólabraginn. Jákvæður skólabragur skiptir öllu máli,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg í sameiginlegri yfirlýsingu til Fréttablaðsins. „Þegar stjórnendur og kennarar upplifa slíkt varnarleysi og að þeim er vegið á grimman hátt í dagblöðum landsmanna, stundum með rökleysu, jafnvel röngum ályktunum, bogna flestir. Til að bjarga eigin heilsu og annarra þá er því miður staðreynd að margir hverfa til annarra starfa. Það er meðal annars ástæða fyrir brottför okkar úr Breiðholtsskóla,“ segja konurnar þrjár. Þær undirstrika að það sem byggi gott skólasamfélag sé nemendur, kennarar, foreldrar og annað starfsfólk með samvinnu, traust og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Nærsamfélagið sé einnig hluti af samstarfinu. Byggðin í neðra Breiðholtinu sé eins og lítill kjarni sem umvefji skólasamfélagið.Ekki skólastjóri einn sem veldur „Í þessu skólasamfélagi mætti þó ríkja meiri samstarfsvilji og eining, meðan svo er ekki verða hlutirnir snúnir. Er ekki tímabært að það fólk sem rakkað hefur niður og skaðað þannig skólastarfið líti í eigin barm? Hætti nú og geri sér grein fyrir að það er ekki skólastjóri einn sem byggir skólastarfið. Í tíð núverandi skólastjóra hefur verið lyft grettistaki í að bæta aðbúnað nemenda og kennara,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg. „Er ekki tímabært að stoppa og veita kennurum og stjórnendum vinnufrið, þetta eru góðir fagmenn og hafa verið að gera góða hluti,“ segja þær. Þeirra upplifun sé sú að í Breiðholtsskóla sé unnið að faglegum metnaði barnanna, þar séu góðir námsmenn og glæsileg ungmenni sem njóti fjölbreytts skólastarfs. „Talið saman af virðingu og metnaði fyrir hönd skólans og um skólann því það á skólinn sannarlega skilið, nemendur og allt það starfsfólk sem þar starfar. Kveikjum því á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00