Mögulega síðasti maðurinn á jörðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Naleraq Eugineus, framleiðandi og ljósahönnuður Vetrarstjörnu. Vísir/Vilhelm „Vetrarstjarna er sýning um mögulegar náttúruhamfarir framtíðar,“ segir Ívar Örn Sverrisson, leikari og leikstjóri, um nýtt grænlenskt leikrit sem hann er að setja upp í Nuuk á Grænlandi og verður frumsýnt þar 16. febrúar. Það fjallar í stórum dráttum um Grænlendinginn Ukiumi Ulloriaq sem hefur tekist að lifa af hrikalegar hamfarir. „Hann er mögulega síðasti maðurinn á jörðinni og við fylgjumst með baráttu hans við náttúruöflin á Grænlandi, þar sem hann gerir upp líf sitt,“ lýsir Ívar Örn og segir verkið eftir Grænlendinginn Maasi Brøns Chemnitz. „Chemnitz er 23 ára rithöfundur og þetta er fyrsta sviðsverkið hans. Sýningin tekur klukkustund, þar eru þrír reyndir grænlenskir leikarar sem hafa starfað víða í Evrópu og Kanada og getið sér gott orð.“ Hljóðheimurinn er mikilvægur í sýningunni, hann er skapaður af danska tónlistarmanninum Fredrik Eberhardt, að sögn Ívars Arnar. „Svo er mikið lagt upp úr því sjónræna, þar er áhersla á líkamlega tjáningu og hreyfingu, leikhúsaðferð sem ég hef leynt og ljóst þróað með mér síðustu 16 ár,“ segir Ívar Örn sem kveðst undir miklum áhrifum frá dansleikhúsi og eiga þar uppáhaldsfyrirmyndir, meðal annarra Lars Øyno sem rekur Grusomhetensteater í Noregi.Ujarneq Fleischer sem fer með aðalhlutverkið í Vetrarstjörnu.Ívar Örn hefur búið og starfað sem leikari í Noregi síðan 2010 og talar reiprennandi norsku en leikstýrir Grænlendingunum á dönsku. „Ég var aldrei duglegur í dönskunni í gamla daga en hún hefur eflaust hjálpað eitthvað núna, það er samskiptamál okkar leikaranna en sýningin er leikin á grænlensku,“ segir hann og upplýsir að framleiðandi verksins, Naleraq Eugenius, hafi fengið hann til starfa. „Þetta er fyrsta verkið sem ég leikstýri, að undanskildum þeim sem ég hef sjálfur framleitt og leikstýrt, svo það er mjög ánægjulegt.“ Hann kveðst kunna mjög vel við sig í Nuuk. „Erfiðast er auðvitað að vera lengi frá fjölskyldunni en æfingatíminn er sá minnsti mögulegi, einn mánuður. Hingað er erfitt að komast þannig að maður er ekkert að skjótast fram og til baka en æfingar hafa gengið vel. Allir aðstandendur sýningarinnar eru mjög færir í sínu fagi og standa með henni af öllu hjarta.“ Það sem Ívar Örn fílar mest við Grænland er hversu hrátt og ósnortið landið er. „Fyrir mér er það villta vestrið og ég kann vel við mig í svona umhverfi, snertir á einhvern hátt frummanninn í mér. Leikritið fjallar líka, að hluta til, um hina hörðu náttúru hér en fyrstu Grænlendingarnir sem komu hingað og náðu að lifa af voru Thule-fólkið svokallaða sem kom yfir ísinn frá Kanada og Alaska upp úr 1000 e.Kr. Þetta var einstaklega aðlögunarhæft fólk og hafði háþróaðar veiðiaðferðir.“Það sem Ívar Örn fílar mest við Grænland er hversu hrátt og ósnortið landið er. Fyrir honum er það villta vestrið.Kuldinn venst að sögn Ívars Arnar. „Þegar ég lenti í Kangerlussuaq þá mætti mér mínus 33 gráðu loft þegar ég steig út úr flugvélinni. Það var soldið sjokk en hitinn hefur rokkað soldið. Er að venjast þessu núna og finnst hressandi að taka kvöldgöngutúr í frostinu.“ Aðspurður segir Ívar Örn leikhúshefðina hafa styrkst mikið í Nuuk með stofnun leiklistarskóla fyrir fimm árum og þjóðleikhúss fyrir fjórum árum. „Það er margt spennandi í gangi núna í leiklist og kvikmyndaframleiðslu. Draugasöguhefð er rík hér og fólk elskar að láta hræða sig, hef ég heyrt.“ Hann kveðst hafa komið tvívegis til Grænlands áður, bæði skiptin í leikhúslegum tilgangi. Fyrst fyrir fjórum árum með sýninguna Border eftir Jo Strømgren sem hann sýndi í Nuuk og Sisimiut. „Það má segja að ég hafi fallið fyrir landinu og stemningunni þá. Í annað skiptið var ég í Illulissat sem er enn norðar á vesturströndinni. Þá starfaði ég sem aðstoðarleikstjóri fyrir Katrine Faber, sem er dönsk sviðslistakona og mikill Íslandsvinur. Við settum upp stóra sýningu þar sem við blönduðum grænlenskri menningu inn í sýninguna, ásamt nokkrum atvinnuleikurum. Vorum meðal annars með karlakór fiskimanna úr plássinu og áhugaleikhóp tíu kvenna og svo héldu dansararnir okkar breikdansnámskeið í þorpinu og við blönduðum dansandi unglingum inn í sýninguna.“ Hópurinn sem stendur að Vetrarstjörnu stefnir á flakk með hana um heiminn. Að sögn Ívars Arnar er hún þegar pöntuð víðs vegar um Grænland og grænlenska ríkissjónvarpið hefur tryggt sér réttinn til að taka hana upp en hefur hún verið pöntuð til Íslands? „Ekki enn en ég veit að Grænlendingum er mjög hlýtt til Íslands og þeir eru spenntir fyrir því að fara með sýninguna þangað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Vetrarstjarna er sýning um mögulegar náttúruhamfarir framtíðar,“ segir Ívar Örn Sverrisson, leikari og leikstjóri, um nýtt grænlenskt leikrit sem hann er að setja upp í Nuuk á Grænlandi og verður frumsýnt þar 16. febrúar. Það fjallar í stórum dráttum um Grænlendinginn Ukiumi Ulloriaq sem hefur tekist að lifa af hrikalegar hamfarir. „Hann er mögulega síðasti maðurinn á jörðinni og við fylgjumst með baráttu hans við náttúruöflin á Grænlandi, þar sem hann gerir upp líf sitt,“ lýsir Ívar Örn og segir verkið eftir Grænlendinginn Maasi Brøns Chemnitz. „Chemnitz er 23 ára rithöfundur og þetta er fyrsta sviðsverkið hans. Sýningin tekur klukkustund, þar eru þrír reyndir grænlenskir leikarar sem hafa starfað víða í Evrópu og Kanada og getið sér gott orð.“ Hljóðheimurinn er mikilvægur í sýningunni, hann er skapaður af danska tónlistarmanninum Fredrik Eberhardt, að sögn Ívars Arnar. „Svo er mikið lagt upp úr því sjónræna, þar er áhersla á líkamlega tjáningu og hreyfingu, leikhúsaðferð sem ég hef leynt og ljóst þróað með mér síðustu 16 ár,“ segir Ívar Örn sem kveðst undir miklum áhrifum frá dansleikhúsi og eiga þar uppáhaldsfyrirmyndir, meðal annarra Lars Øyno sem rekur Grusomhetensteater í Noregi.Ujarneq Fleischer sem fer með aðalhlutverkið í Vetrarstjörnu.Ívar Örn hefur búið og starfað sem leikari í Noregi síðan 2010 og talar reiprennandi norsku en leikstýrir Grænlendingunum á dönsku. „Ég var aldrei duglegur í dönskunni í gamla daga en hún hefur eflaust hjálpað eitthvað núna, það er samskiptamál okkar leikaranna en sýningin er leikin á grænlensku,“ segir hann og upplýsir að framleiðandi verksins, Naleraq Eugenius, hafi fengið hann til starfa. „Þetta er fyrsta verkið sem ég leikstýri, að undanskildum þeim sem ég hef sjálfur framleitt og leikstýrt, svo það er mjög ánægjulegt.“ Hann kveðst kunna mjög vel við sig í Nuuk. „Erfiðast er auðvitað að vera lengi frá fjölskyldunni en æfingatíminn er sá minnsti mögulegi, einn mánuður. Hingað er erfitt að komast þannig að maður er ekkert að skjótast fram og til baka en æfingar hafa gengið vel. Allir aðstandendur sýningarinnar eru mjög færir í sínu fagi og standa með henni af öllu hjarta.“ Það sem Ívar Örn fílar mest við Grænland er hversu hrátt og ósnortið landið er. „Fyrir mér er það villta vestrið og ég kann vel við mig í svona umhverfi, snertir á einhvern hátt frummanninn í mér. Leikritið fjallar líka, að hluta til, um hina hörðu náttúru hér en fyrstu Grænlendingarnir sem komu hingað og náðu að lifa af voru Thule-fólkið svokallaða sem kom yfir ísinn frá Kanada og Alaska upp úr 1000 e.Kr. Þetta var einstaklega aðlögunarhæft fólk og hafði háþróaðar veiðiaðferðir.“Það sem Ívar Örn fílar mest við Grænland er hversu hrátt og ósnortið landið er. Fyrir honum er það villta vestrið.Kuldinn venst að sögn Ívars Arnar. „Þegar ég lenti í Kangerlussuaq þá mætti mér mínus 33 gráðu loft þegar ég steig út úr flugvélinni. Það var soldið sjokk en hitinn hefur rokkað soldið. Er að venjast þessu núna og finnst hressandi að taka kvöldgöngutúr í frostinu.“ Aðspurður segir Ívar Örn leikhúshefðina hafa styrkst mikið í Nuuk með stofnun leiklistarskóla fyrir fimm árum og þjóðleikhúss fyrir fjórum árum. „Það er margt spennandi í gangi núna í leiklist og kvikmyndaframleiðslu. Draugasöguhefð er rík hér og fólk elskar að láta hræða sig, hef ég heyrt.“ Hann kveðst hafa komið tvívegis til Grænlands áður, bæði skiptin í leikhúslegum tilgangi. Fyrst fyrir fjórum árum með sýninguna Border eftir Jo Strømgren sem hann sýndi í Nuuk og Sisimiut. „Það má segja að ég hafi fallið fyrir landinu og stemningunni þá. Í annað skiptið var ég í Illulissat sem er enn norðar á vesturströndinni. Þá starfaði ég sem aðstoðarleikstjóri fyrir Katrine Faber, sem er dönsk sviðslistakona og mikill Íslandsvinur. Við settum upp stóra sýningu þar sem við blönduðum grænlenskri menningu inn í sýninguna, ásamt nokkrum atvinnuleikurum. Vorum meðal annars með karlakór fiskimanna úr plássinu og áhugaleikhóp tíu kvenna og svo héldu dansararnir okkar breikdansnámskeið í þorpinu og við blönduðum dansandi unglingum inn í sýninguna.“ Hópurinn sem stendur að Vetrarstjörnu stefnir á flakk með hana um heiminn. Að sögn Ívars Arnar er hún þegar pöntuð víðs vegar um Grænland og grænlenska ríkissjónvarpið hefur tryggt sér réttinn til að taka hana upp en hefur hún verið pöntuð til Íslands? „Ekki enn en ég veit að Grænlendingum er mjög hlýtt til Íslands og þeir eru spenntir fyrir því að fara með sýninguna þangað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira