Oft var þörf en nú er nauðsyn Ragnheiður Rafnsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 20:20 Skólahjúkrunarfræðingar sinna viðamiklu og mikilvægu starfi í skólum um allt land. Starfið er fjölbreytt og er áherslan lögð á heilsueflingu, fræðslu og forvarnir ásamt skimunum og ónæmisaðgerðum. Markmiðið er að efla heilbrigði og vellíðan nemenda. Skólahjúkrunarfræðingar sitja í teymum og hitta börn og unglinga ásamt foreldrum í viðtölum þar sem fundnar eru lausnir á þeim vanda sem upp geta komið. Gott samstarf við aðrar fagstéttir sem koma að nemendum er lykilatriði í að vel takist til. Auðvitað eiga foreldrar og forráðamenn að fræða börnin sín, ræða við þau um allt sem brennur á þeim og leiðbeina þeim eins vel og kostur er því þótt nám og fræðsla fari fram í skólum er undirbúningur undir lífið einna mikilvægastur heima í faðmi fjölskyldunnar. Foreldrar eiga að vera óhræddir við að taka samtalið við börnin sín, hlusta á þau og gefa góð ráð. Skólahjúkrunarfræðingar sinna grunnskólabörnum frá 1. bekk og uppúr. Eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á fræðslu og forvarnir, en þar er tekið á fjölmörgum þáttum eins og tannvernd, hollustu, hreyfingu, hreinlæti, sterkri sjálfsmynd, jákvæðum og nærandi samskiptum og síðast en ekki síst er öflug kynheilbrigðisfræðsla sem hefst strax í 1. bekk með áherslu á einkasvæðin og forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Fræðslan verður síðan viðameiri eftir því sem nemendur eldast og þroskast en mikilvægt er að ung börn viti strax hvert þau eigi að leita ef þau lenda í óþægilegri reynslu og segi frá. Mikið er lagt upp úr að styrkja sjálfsmyndina og fá þau til að hafa hugrekki til að taka góðar ákvarðanir fyrir sig. Í 6. bekk er kynþroskafræðsla þar sem farið er yfir allt það sem tengist kynþroskaskeiðinu ásamt því að leggja áherslu á forvarnir varðandi kynferðislegt ofbeldi, hvert börn og unglingar geta leitað og mikilvægi þess að segja frá ef þau lenda sjálf í erfiðri reynslu eða þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Í 9. og 10. bekk er fræðslan mun ítarlegri en þar er farið yfir nánast allt sem tengist kynheilbrigði eins og heilbrigð sambönd, jákvæð samskipti, öryggi og ábyrgð, tengsl við aðra, að setja sér mörk, væntingar, ofbeldi, getnaðarvarnir, sjúkdóma, kynlíf, mismunandi menningarlegan bakgrunn, kynhneigðir virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum ásamt heiðarleika. Já og svo öllu hinu sem tilheyrir málaflokknum kynheilbrigði. Eins og áður hefur komið fram eru skólahjúkrunarfræðinar í grunnskólum landsins en aðeins eru fáir komnir inn í framhaldsskólana þar sem mikil þörf er fyrir þeirra starfskrafta. Undirrituð starfar í Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu sem er heilsueflandi framhaldsskóli á Höfn í Hornafirði. Eins og í grunnskólanum er starfið fjölbreytt og ákaflega skemmtilegt og gefandi. Það er einstaklega faglegt og uppbyggilegt starf sem unnið er í framhaldsskólum sem gaman er að fylgjast með. Við sem störfum í framhaldsskólunum vitum að þörfin fyrir skólahjúkrunarfræðinga er mikil þar sem unglingsárin eru oft á tíðum snúin, viðkvæm og full af spurningum sem mikilvægt er að fá hreinskilin svör við. Á þessum árum eru flestir að stíga sín fyrstu skref í kynlífi, þau eru ekki alltaf örugg með kynhneigð sína, hafa mismunandi væntingar, vinahópar taka breytingum og sjálfsmyndin er ekki alltaf nógu sterk. Margir prufa áfengi og önnur vímuefni og þurfa stuðning til að snúa við blaðinu. Það er á þessum árum sem kvíði og þunglyndi taka stóran toll og því miður flosna margir upp úr námi vegna þess. Einstaklingsviðtöl eru stór partur af starfi skólahjúkrunarfræðings í framhaldsskólum og þá er mikilvægt að vera viðbúinn allskonar spurningum og taka á móti vitneskju um erfið mál sem geta komið upp. Það er mikilvægt að geta stigið út fyrir kassann og mætt ungmennum þar sem þau eru stödd og það getur þýtt allskonar tilfæringar, að vera frumlegur og skapandi er að mínu mati lykilatriði til að ná árangri. Það er mikilvæg forvörn að nálgast ungmennin á þessum tíma og leiðbeina og fræða og finna lausnir til að þau nái að ljúka námi eða geti hugsað um sig í framtíðinni. Fræðsla er mjög mikilvæg og unglingarnir oft mun mótttækilegri en áður að fræðast um hluti sem viðkemur heilsunni og almennu heilbrigði. Kynheilbrigðisfræðsla, forvarnir gegn vímuefnum, fræðsla um geðvernd ásamt fleiru er partur af því sem unglingar vilja vita meira um og ætti að vera partur af námi þeirra í öllum framhaldsskólum. Samvinna fagstétta er ákaflega mikilvæg og farsæl á þessum vettvangi eins og svo mörgum öðrum. Sem betur fer fara flestir unglingar vel í gegnum framhaldsskólaárin og plumma sig vel, sumir geta þurft pínu aðstoð við að komast að settu marki en þau komast yfirleitt í mark, heilsteyptir einstaklingar sem eiga framtíðina fyrir sér. Í ljósi frétta og umræðunnar upp á síðkastið, t.d. metoo, er ljóst að það er löngu tímabært að skólahjúkrunarfræðingar séu til taks í öllum framhaldsskólum landsins. Mikil þörf er að efla lýðheilsu en hjúkrunarfræðingar í skólum vinna ötullega að því alla daga með fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. Ljóst er að með bættum forvörnum á ýmsum sviðum myndi draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið svo ekki sé minnst á aukinn lífsgæði fyrir einstaklinga. Góð lýðheilsa er fjásjóður sem öll samfélög vilja njóta. Ég hvet Alþingi Íslendinga til að stuðla að bættri lýðheilsu og koma skólahjúkrunarfræðingum inn í alla framhaldsskóla landsins. Höfundur er skólahjúkrunarfræðingur í grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Skólahjúkrunarfræðingar sinna viðamiklu og mikilvægu starfi í skólum um allt land. Starfið er fjölbreytt og er áherslan lögð á heilsueflingu, fræðslu og forvarnir ásamt skimunum og ónæmisaðgerðum. Markmiðið er að efla heilbrigði og vellíðan nemenda. Skólahjúkrunarfræðingar sitja í teymum og hitta börn og unglinga ásamt foreldrum í viðtölum þar sem fundnar eru lausnir á þeim vanda sem upp geta komið. Gott samstarf við aðrar fagstéttir sem koma að nemendum er lykilatriði í að vel takist til. Auðvitað eiga foreldrar og forráðamenn að fræða börnin sín, ræða við þau um allt sem brennur á þeim og leiðbeina þeim eins vel og kostur er því þótt nám og fræðsla fari fram í skólum er undirbúningur undir lífið einna mikilvægastur heima í faðmi fjölskyldunnar. Foreldrar eiga að vera óhræddir við að taka samtalið við börnin sín, hlusta á þau og gefa góð ráð. Skólahjúkrunarfræðingar sinna grunnskólabörnum frá 1. bekk og uppúr. Eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á fræðslu og forvarnir, en þar er tekið á fjölmörgum þáttum eins og tannvernd, hollustu, hreyfingu, hreinlæti, sterkri sjálfsmynd, jákvæðum og nærandi samskiptum og síðast en ekki síst er öflug kynheilbrigðisfræðsla sem hefst strax í 1. bekk með áherslu á einkasvæðin og forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Fræðslan verður síðan viðameiri eftir því sem nemendur eldast og þroskast en mikilvægt er að ung börn viti strax hvert þau eigi að leita ef þau lenda í óþægilegri reynslu og segi frá. Mikið er lagt upp úr að styrkja sjálfsmyndina og fá þau til að hafa hugrekki til að taka góðar ákvarðanir fyrir sig. Í 6. bekk er kynþroskafræðsla þar sem farið er yfir allt það sem tengist kynþroskaskeiðinu ásamt því að leggja áherslu á forvarnir varðandi kynferðislegt ofbeldi, hvert börn og unglingar geta leitað og mikilvægi þess að segja frá ef þau lenda sjálf í erfiðri reynslu eða þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Í 9. og 10. bekk er fræðslan mun ítarlegri en þar er farið yfir nánast allt sem tengist kynheilbrigði eins og heilbrigð sambönd, jákvæð samskipti, öryggi og ábyrgð, tengsl við aðra, að setja sér mörk, væntingar, ofbeldi, getnaðarvarnir, sjúkdóma, kynlíf, mismunandi menningarlegan bakgrunn, kynhneigðir virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum ásamt heiðarleika. Já og svo öllu hinu sem tilheyrir málaflokknum kynheilbrigði. Eins og áður hefur komið fram eru skólahjúkrunarfræðinar í grunnskólum landsins en aðeins eru fáir komnir inn í framhaldsskólana þar sem mikil þörf er fyrir þeirra starfskrafta. Undirrituð starfar í Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu sem er heilsueflandi framhaldsskóli á Höfn í Hornafirði. Eins og í grunnskólanum er starfið fjölbreytt og ákaflega skemmtilegt og gefandi. Það er einstaklega faglegt og uppbyggilegt starf sem unnið er í framhaldsskólum sem gaman er að fylgjast með. Við sem störfum í framhaldsskólunum vitum að þörfin fyrir skólahjúkrunarfræðinga er mikil þar sem unglingsárin eru oft á tíðum snúin, viðkvæm og full af spurningum sem mikilvægt er að fá hreinskilin svör við. Á þessum árum eru flestir að stíga sín fyrstu skref í kynlífi, þau eru ekki alltaf örugg með kynhneigð sína, hafa mismunandi væntingar, vinahópar taka breytingum og sjálfsmyndin er ekki alltaf nógu sterk. Margir prufa áfengi og önnur vímuefni og þurfa stuðning til að snúa við blaðinu. Það er á þessum árum sem kvíði og þunglyndi taka stóran toll og því miður flosna margir upp úr námi vegna þess. Einstaklingsviðtöl eru stór partur af starfi skólahjúkrunarfræðings í framhaldsskólum og þá er mikilvægt að vera viðbúinn allskonar spurningum og taka á móti vitneskju um erfið mál sem geta komið upp. Það er mikilvægt að geta stigið út fyrir kassann og mætt ungmennum þar sem þau eru stödd og það getur þýtt allskonar tilfæringar, að vera frumlegur og skapandi er að mínu mati lykilatriði til að ná árangri. Það er mikilvæg forvörn að nálgast ungmennin á þessum tíma og leiðbeina og fræða og finna lausnir til að þau nái að ljúka námi eða geti hugsað um sig í framtíðinni. Fræðsla er mjög mikilvæg og unglingarnir oft mun mótttækilegri en áður að fræðast um hluti sem viðkemur heilsunni og almennu heilbrigði. Kynheilbrigðisfræðsla, forvarnir gegn vímuefnum, fræðsla um geðvernd ásamt fleiru er partur af því sem unglingar vilja vita meira um og ætti að vera partur af námi þeirra í öllum framhaldsskólum. Samvinna fagstétta er ákaflega mikilvæg og farsæl á þessum vettvangi eins og svo mörgum öðrum. Sem betur fer fara flestir unglingar vel í gegnum framhaldsskólaárin og plumma sig vel, sumir geta þurft pínu aðstoð við að komast að settu marki en þau komast yfirleitt í mark, heilsteyptir einstaklingar sem eiga framtíðina fyrir sér. Í ljósi frétta og umræðunnar upp á síðkastið, t.d. metoo, er ljóst að það er löngu tímabært að skólahjúkrunarfræðingar séu til taks í öllum framhaldsskólum landsins. Mikil þörf er að efla lýðheilsu en hjúkrunarfræðingar í skólum vinna ötullega að því alla daga með fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. Ljóst er að með bættum forvörnum á ýmsum sviðum myndi draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið svo ekki sé minnst á aukinn lífsgæði fyrir einstaklinga. Góð lýðheilsa er fjásjóður sem öll samfélög vilja njóta. Ég hvet Alþingi Íslendinga til að stuðla að bættri lýðheilsu og koma skólahjúkrunarfræðingum inn í alla framhaldsskóla landsins. Höfundur er skólahjúkrunarfræðingur í grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar