
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Skólahjúkrunarfræðingar sinna grunnskólabörnum frá 1. bekk og uppúr. Eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á fræðslu og forvarnir, en þar er tekið á fjölmörgum þáttum eins og tannvernd, hollustu, hreyfingu, hreinlæti, sterkri sjálfsmynd, jákvæðum og nærandi samskiptum og síðast en ekki síst er öflug kynheilbrigðisfræðsla sem hefst strax í 1. bekk með áherslu á einkasvæðin og forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Fræðslan verður síðan viðameiri eftir því sem nemendur eldast og þroskast en mikilvægt er að ung börn viti strax hvert þau eigi að leita ef þau lenda í óþægilegri reynslu og segi frá. Mikið er lagt upp úr að styrkja sjálfsmyndina og fá þau til að hafa hugrekki til að taka góðar ákvarðanir fyrir sig. Í 6. bekk er kynþroskafræðsla þar sem farið er yfir allt það sem tengist kynþroskaskeiðinu ásamt því að leggja áherslu á forvarnir varðandi kynferðislegt ofbeldi, hvert börn og unglingar geta leitað og mikilvægi þess að segja frá ef þau lenda sjálf í erfiðri reynslu eða þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Í 9. og 10. bekk er fræðslan mun ítarlegri en þar er farið yfir nánast allt sem tengist kynheilbrigði eins og heilbrigð sambönd, jákvæð samskipti, öryggi og ábyrgð, tengsl við aðra, að setja sér mörk, væntingar, ofbeldi, getnaðarvarnir, sjúkdóma, kynlíf, mismunandi menningarlegan bakgrunn, kynhneigðir virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum ásamt heiðarleika. Já og svo öllu hinu sem tilheyrir málaflokknum kynheilbrigði.
Eins og áður hefur komið fram eru skólahjúkrunarfræðinar í grunnskólum landsins en aðeins eru fáir komnir inn í framhaldsskólana þar sem mikil þörf er fyrir þeirra starfskrafta. Undirrituð starfar í Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu sem er heilsueflandi framhaldsskóli á Höfn í Hornafirði. Eins og í grunnskólanum er starfið fjölbreytt og ákaflega skemmtilegt og gefandi. Það er einstaklega faglegt og uppbyggilegt starf sem unnið er í framhaldsskólum sem gaman er að fylgjast með. Við sem störfum í framhaldsskólunum vitum að þörfin fyrir skólahjúkrunarfræðinga er mikil þar sem unglingsárin eru oft á tíðum snúin, viðkvæm og full af spurningum sem mikilvægt er að fá hreinskilin svör við. Á þessum árum eru flestir að stíga sín fyrstu skref í kynlífi, þau eru ekki alltaf örugg með kynhneigð sína, hafa mismunandi væntingar, vinahópar taka breytingum og sjálfsmyndin er ekki alltaf nógu sterk. Margir prufa áfengi og önnur vímuefni og þurfa stuðning til að snúa við blaðinu. Það er á þessum árum sem kvíði og þunglyndi taka stóran toll og því miður flosna margir upp úr námi vegna þess. Einstaklingsviðtöl eru stór partur af starfi skólahjúkrunarfræðings í framhaldsskólum og þá er mikilvægt að vera viðbúinn allskonar spurningum og taka á móti vitneskju um erfið mál sem geta komið upp. Það er mikilvægt að geta stigið út fyrir kassann og mætt ungmennum þar sem þau eru stödd og það getur þýtt allskonar tilfæringar, að vera frumlegur og skapandi er að mínu mati lykilatriði til að ná árangri.
Það er mikilvæg forvörn að nálgast ungmennin á þessum tíma og leiðbeina og fræða og finna lausnir til að þau nái að ljúka námi eða geti hugsað um sig í framtíðinni. Fræðsla er mjög mikilvæg og unglingarnir oft mun mótttækilegri en áður að fræðast um hluti sem viðkemur heilsunni og almennu heilbrigði. Kynheilbrigðisfræðsla, forvarnir gegn vímuefnum, fræðsla um geðvernd ásamt fleiru er partur af því sem unglingar vilja vita meira um og ætti að vera partur af námi þeirra í öllum framhaldsskólum.
Samvinna fagstétta er ákaflega mikilvæg og farsæl á þessum vettvangi eins og svo mörgum öðrum.
Sem betur fer fara flestir unglingar vel í gegnum framhaldsskólaárin og plumma sig vel, sumir geta þurft pínu aðstoð við að komast að settu marki en þau komast yfirleitt í mark, heilsteyptir einstaklingar sem eiga framtíðina fyrir sér. Í ljósi frétta og umræðunnar upp á síðkastið, t.d. metoo, er ljóst að það er löngu tímabært að skólahjúkrunarfræðingar séu til taks í öllum framhaldsskólum landsins. Mikil þörf er að efla lýðheilsu en hjúkrunarfræðingar í skólum vinna ötullega að því alla daga með fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. Ljóst er að með bættum forvörnum á ýmsum sviðum myndi draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið svo ekki sé minnst á aukinn lífsgæði fyrir einstaklinga. Góð lýðheilsa er fjásjóður sem öll samfélög vilja njóta. Ég hvet Alþingi Íslendinga til að stuðla að bættri lýðheilsu og koma skólahjúkrunarfræðingum inn í alla framhaldsskóla landsins.
Höfundur er skólahjúkrunarfræðingur í grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólanum í A-Skaftafellssýslu.
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar