Fyrirtæki með tæplega þúsund milljarða í tekjur gera upp í erlendri mynt Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 19:45 Rúmlega tvö hundruð íslensk fyrirtæki sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni greiddu 12,25 prósent af heildarskattgreiðslum árið 2016. Flest félaganna eru eignarhaldsfélög og félög í sjávarútvegi og ferðaþjónustu og er evran vinsælasti erlendi uppgjörs gjaldmiðillinn.Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki kjósa að færa bókhald sitt í annarri mynt en íslensku krónunni. Oftast er það vegna þess að stór eða stærstur hluti tekna þeirra er í annarri mynt en krónu og þannig losa fyrirtækin sig undan þeim sveiflum sem eru á íslensku krónunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra höfðu 232 félög heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli árið 2016. Af þeim færðu langflest bókhaldið í evrum, eða 121 félag en 91 félag færði bókhald sitt í dollurum en tuttugu fyrirtæki í öðrum myntum. Í þessum hópi eru stór útgerðarfyrirtæki, flugfélög og álfyrirtæki sem öll velta miklu fé. En heildar rekstrartekjur þeirra fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt árið 2016 voru 944 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega einum fjárlögum íslenska ríkisins.Þessi félög greiddu 10,4 milljarða í tekjuskatt og 10,2 milljarða í tryggingargjald á árinu 2016. Gjaldmiðilsmálin komu til umræðu á Alþingi í gær í óundirbúinni fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Flest fyrirtækin gera upp í evru Langflest félaganna sem gera upp í erlendri mynt, eða 80, eru skráð sem eignarhaldsfélög og getur starfsemi þeirra verið með ýmsum hætti. Þar á eftir koma 9 fiskvinnslufyrirtæki, 9 hugbúnaðarfyrirtæki og neðar á listanum eru fimm álvinnslufyrirtæki og jafnmörg farþegaflutningafyrirtæki í flugi og síðan koma fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eins og útgerð. Fjármálaráðherra segir vissulega hægt að taka upp annan gjaldmiðil eða festa krónuna við annan gjaldmiðil en áföll yrðu þá tekin út með auknu atvinnuleysi.„Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni á Alþingi í gær. Sé tekið mið af greiðslu tekjuskatts og tryggingargjalds greiddu þau 232 félög sem gera upp í erlendum gjaldmiðli 12,25% af heildarskattgreiðslum lögaðila á Íslandi árið 2016. En það ár voru 42.526 lögaðilar á skattagrunnskrá vegna þess reikningsárs. Þessi fyrirtæki eru því 0,55 prósent allra skráðra félaga á Íslandi en greiða 12,25 prósent heildarskatta þeirra. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð íslensk fyrirtæki sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni greiddu 12,25 prósent af heildarskattgreiðslum árið 2016. Flest félaganna eru eignarhaldsfélög og félög í sjávarútvegi og ferðaþjónustu og er evran vinsælasti erlendi uppgjörs gjaldmiðillinn.Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki kjósa að færa bókhald sitt í annarri mynt en íslensku krónunni. Oftast er það vegna þess að stór eða stærstur hluti tekna þeirra er í annarri mynt en krónu og þannig losa fyrirtækin sig undan þeim sveiflum sem eru á íslensku krónunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra höfðu 232 félög heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli árið 2016. Af þeim færðu langflest bókhaldið í evrum, eða 121 félag en 91 félag færði bókhald sitt í dollurum en tuttugu fyrirtæki í öðrum myntum. Í þessum hópi eru stór útgerðarfyrirtæki, flugfélög og álfyrirtæki sem öll velta miklu fé. En heildar rekstrartekjur þeirra fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt árið 2016 voru 944 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega einum fjárlögum íslenska ríkisins.Þessi félög greiddu 10,4 milljarða í tekjuskatt og 10,2 milljarða í tryggingargjald á árinu 2016. Gjaldmiðilsmálin komu til umræðu á Alþingi í gær í óundirbúinni fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Flest fyrirtækin gera upp í evru Langflest félaganna sem gera upp í erlendri mynt, eða 80, eru skráð sem eignarhaldsfélög og getur starfsemi þeirra verið með ýmsum hætti. Þar á eftir koma 9 fiskvinnslufyrirtæki, 9 hugbúnaðarfyrirtæki og neðar á listanum eru fimm álvinnslufyrirtæki og jafnmörg farþegaflutningafyrirtæki í flugi og síðan koma fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eins og útgerð. Fjármálaráðherra segir vissulega hægt að taka upp annan gjaldmiðil eða festa krónuna við annan gjaldmiðil en áföll yrðu þá tekin út með auknu atvinnuleysi.„Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni á Alþingi í gær. Sé tekið mið af greiðslu tekjuskatts og tryggingargjalds greiddu þau 232 félög sem gera upp í erlendum gjaldmiðli 12,25% af heildarskattgreiðslum lögaðila á Íslandi árið 2016. En það ár voru 42.526 lögaðilar á skattagrunnskrá vegna þess reikningsárs. Þessi fyrirtæki eru því 0,55 prósent allra skráðra félaga á Íslandi en greiða 12,25 prósent heildarskatta þeirra.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira