Fyrirtæki með tæplega þúsund milljarða í tekjur gera upp í erlendri mynt Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 19:45 Rúmlega tvö hundruð íslensk fyrirtæki sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni greiddu 12,25 prósent af heildarskattgreiðslum árið 2016. Flest félaganna eru eignarhaldsfélög og félög í sjávarútvegi og ferðaþjónustu og er evran vinsælasti erlendi uppgjörs gjaldmiðillinn.Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki kjósa að færa bókhald sitt í annarri mynt en íslensku krónunni. Oftast er það vegna þess að stór eða stærstur hluti tekna þeirra er í annarri mynt en krónu og þannig losa fyrirtækin sig undan þeim sveiflum sem eru á íslensku krónunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra höfðu 232 félög heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli árið 2016. Af þeim færðu langflest bókhaldið í evrum, eða 121 félag en 91 félag færði bókhald sitt í dollurum en tuttugu fyrirtæki í öðrum myntum. Í þessum hópi eru stór útgerðarfyrirtæki, flugfélög og álfyrirtæki sem öll velta miklu fé. En heildar rekstrartekjur þeirra fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt árið 2016 voru 944 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega einum fjárlögum íslenska ríkisins.Þessi félög greiddu 10,4 milljarða í tekjuskatt og 10,2 milljarða í tryggingargjald á árinu 2016. Gjaldmiðilsmálin komu til umræðu á Alþingi í gær í óundirbúinni fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Flest fyrirtækin gera upp í evru Langflest félaganna sem gera upp í erlendri mynt, eða 80, eru skráð sem eignarhaldsfélög og getur starfsemi þeirra verið með ýmsum hætti. Þar á eftir koma 9 fiskvinnslufyrirtæki, 9 hugbúnaðarfyrirtæki og neðar á listanum eru fimm álvinnslufyrirtæki og jafnmörg farþegaflutningafyrirtæki í flugi og síðan koma fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eins og útgerð. Fjármálaráðherra segir vissulega hægt að taka upp annan gjaldmiðil eða festa krónuna við annan gjaldmiðil en áföll yrðu þá tekin út með auknu atvinnuleysi.„Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni á Alþingi í gær. Sé tekið mið af greiðslu tekjuskatts og tryggingargjalds greiddu þau 232 félög sem gera upp í erlendum gjaldmiðli 12,25% af heildarskattgreiðslum lögaðila á Íslandi árið 2016. En það ár voru 42.526 lögaðilar á skattagrunnskrá vegna þess reikningsárs. Þessi fyrirtæki eru því 0,55 prósent allra skráðra félaga á Íslandi en greiða 12,25 prósent heildarskatta þeirra. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð íslensk fyrirtæki sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni greiddu 12,25 prósent af heildarskattgreiðslum árið 2016. Flest félaganna eru eignarhaldsfélög og félög í sjávarútvegi og ferðaþjónustu og er evran vinsælasti erlendi uppgjörs gjaldmiðillinn.Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fyrirtæki kjósa að færa bókhald sitt í annarri mynt en íslensku krónunni. Oftast er það vegna þess að stór eða stærstur hluti tekna þeirra er í annarri mynt en krónu og þannig losa fyrirtækin sig undan þeim sveiflum sem eru á íslensku krónunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra höfðu 232 félög heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli árið 2016. Af þeim færðu langflest bókhaldið í evrum, eða 121 félag en 91 félag færði bókhald sitt í dollurum en tuttugu fyrirtæki í öðrum myntum. Í þessum hópi eru stór útgerðarfyrirtæki, flugfélög og álfyrirtæki sem öll velta miklu fé. En heildar rekstrartekjur þeirra fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt árið 2016 voru 944 milljarðar króna, eða sem nemur rúmlega einum fjárlögum íslenska ríkisins.Þessi félög greiddu 10,4 milljarða í tekjuskatt og 10,2 milljarða í tryggingargjald á árinu 2016. Gjaldmiðilsmálin komu til umræðu á Alþingi í gær í óundirbúinni fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Flest fyrirtækin gera upp í evru Langflest félaganna sem gera upp í erlendri mynt, eða 80, eru skráð sem eignarhaldsfélög og getur starfsemi þeirra verið með ýmsum hætti. Þar á eftir koma 9 fiskvinnslufyrirtæki, 9 hugbúnaðarfyrirtæki og neðar á listanum eru fimm álvinnslufyrirtæki og jafnmörg farþegaflutningafyrirtæki í flugi og síðan koma fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eins og útgerð. Fjármálaráðherra segir vissulega hægt að taka upp annan gjaldmiðil eða festa krónuna við annan gjaldmiðil en áföll yrðu þá tekin út með auknu atvinnuleysi.„Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni á Alþingi í gær. Sé tekið mið af greiðslu tekjuskatts og tryggingargjalds greiddu þau 232 félög sem gera upp í erlendum gjaldmiðli 12,25% af heildarskattgreiðslum lögaðila á Íslandi árið 2016. En það ár voru 42.526 lögaðilar á skattagrunnskrá vegna þess reikningsárs. Þessi fyrirtæki eru því 0,55 prósent allra skráðra félaga á Íslandi en greiða 12,25 prósent heildarskatta þeirra.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira