Neyslustýrandi skattar – áhrifaríkir eða úreltir? Arnar Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 13:39 Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar