Neyslustýrandi skattar – áhrifaríkir eða úreltir? Arnar Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 13:39 Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar