Neyslustýrandi skattar – áhrifaríkir eða úreltir? Arnar Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 13:39 Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Neyslustýrandi skattar eru þeir skattar sem ætlaðir eru að minnka neyslu almennings á tilteknum vörum. Slíkir skattar eru t.d. sykurskattar (sem hafa verið fjarlægðir á Íslandi), tóbaksskattar og áfengisskattar. Tóbaksskattar á neftóbak eru til að mynda 26,75 kr/gr. sem gera 1337,5 kr. per tóbaksdolla sem er í kringum 3000 kr. að meðaltali. Þetta þýðir að við borgum 44,58% skatt á dolluna, sem er gjörsamlega ósiðlega hár skattur, næstum tvöfaldur virðisaukaskattur. Stærsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er: Við sem neytendur, eigum við ekki að getað valið hvort við neytum slíkum varning? Er það hlutverk ríkisins að ákveða hvað við setjum ofan í okkur? Þessum spurningum er ætíð svarað með rökunum „Tja, með því að neyta áfengis eða tóbaks ertu í áhættu á sjúkdómum og því rétt að þú greiðir aukalega í heilbrigðiskerfið.“ Þessu er hægt að svara í 4 pörtum. Í fyrsta lagi er þetta bara ekki tilgangur skattanna. Í öðru lagi með búum við við opinbert heilbrigðiskerfi sem gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar greiði aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er þessi skattur ekki eyrnamerktur skattur og fer því ekki beint í að greiða fyrir áhættuna, heldur beint í skattkerfið. Í fjórða lagi ná þessir skattar aðeins tilgangi sínum hjá tekjulægstu hópum samfélagsins. Ofan á þetta allt saman hafa rannsóknir nýlega leitt í ljós að fræðsla og forvarnir ná mun fremur að lækka neyslu á þessum vörum heldur en neyslustýrandi skattar. Neyslustýrandi skattar eru svar íhaldsstefnunnar við lýðheilsuvanda almennings. Almenningur á rétt á að fá að velja um slíka neyslu, það er réttur okkar sem neytendur að taka slíkar ákvarðanir, innan skynsamlegra marka laganna. Forvarnir og fræðsla eru mun áhrifameira svar við lýðheilsuvandamálum. Með því fær neytandinn þær upplýsingar sem hann þarf til að taka rökrétta ákvörðun varðandi neyslu sína á þeim tilteknu vörum. Þess vegna skorar höfundur Alþingi til að taka upp þessa umræðu. Leggur hann til að þessir skattar verði lækkaðir til muna og að ákveðin prósenta þeirra verði eyrnamerktir til þess að fjármagna herferð í fræðslu og forvörnum.Arnar Kjartansson, nemi í miðlun og almannatengslum
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar