Minnast Bato sem gerði Ísland að betri stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2018 15:22 Fjölmargir Íslendingar minnast Bato á samfélagsmiðlum. Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi. Andlát Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi.
Andlát Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira