Handbolti

Hekla Rún í Hauka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hekla Rún Ámundadóttir er kominn í rauðan Haukabúninginn
Hekla Rún Ámundadóttir er kominn í rauðan Haukabúninginn mynd/haukar
Haukakonur hafa fengið til sín liðsstyrk fyrir átökin í seinni hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Hin 22 ára Hekla Rún Ámundadóttir samdi við félagið, en hún lék með Aftureldingu í Grill 66 deildinni fyrir áramót.

Hekla er örvhent og spilar bæði sem skytta eða hornamaður hægra megin. Hún er uppalin hjá ÍR en gekk til liðs við Fram árið 2011 og var í Safamýrinni þar til nú í haust.

Hekla samdi til 2019 og er orðin lögleg með Haukum sem spila sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir jólafrí, en þá mæta gömlu félagar Heklu í Fram í Schenkerhöllina að Ásvöllum.

Haukar eru í 2. sæti Olís deildarinnar, 3 stigum á eftir Val, en 9 umferðir eru eftir af tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×