Vá, krafturinn! En hvað svo? Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Krafturinn í íslenskum konum er ótrúlegur. Mikill fjöldi kvenna kemur fram með nýjar viðskiptahugmyndir, verkefni og fyrirtæki sem í mörgum tilfellum uppfylla nýjar þarfir markaðarins á sviði fjölbreyttra atvinnugreina, svo sem ferðaþjónustu, heilsuvara, snyrtivara, veitingarekstrar, húsbúnaðar, kvikmyndagerðar, barnavara o.s.frv. Ef rýnt er í stöðuna sýna rannsóknir þó að konur eru síður en karlar tilbúnar að veðsetja eignir sínar til að koma góðri hugmynd í framkvæmd. Markmið Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna, er einmitt að opna fjármögnunarmöguleika til kvenna með veitingu ábyrgða á lánum fyrir markaðskostnaði, vöruþróun og nýjum leiðum í framleiðslu eða framsetningu vara og þjónustu. Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er í samstarfi við Landsbanka Íslands. Í byrjun árs gerði sjóðurinn samninga við nokkur fyrirtæki í meirihlutaeigu og undir stjórn kvenna þar sem krafa er um nýsköpun/sérstöðu að einhverju marki og að verulegar líkur séu á að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Sjóðurinn hefur samþykkt 17 verkefni síðan hann var settur á laggirnar árið 2011.Lítil þekking á verkfærakistunni Eingöngu lítill hluti fyrirtækja sem stofnað er til nær að fjármagna sig og komast á legg þrátt fyrir góða viðskiptahugmynd. Í grunninn eru áskoranirnar tvær. Í fyrsta lagi skortir konur í mörgum tilfellum þekkingu, reynslu og skilning á þeirri verkfærakistu sem þarf til að koma góðri hugmynd yfir í arðbæran rekstur. Þar má nefna gerð viðskipta-, markaðs- og söluáætlana, sjóðsstreymi, endurgreiðslutíma fjármagns, greiningu samkeppnisaðila, stefnumótun o.s.frv. Æskilegt væri að grunnkennsla í gerð viðskiptaáætlana væri kennd í efstu bekkjum grunnskóla eða í framhaldsskólum til að sem flestir öðlist grunnþekkingu á verkfærakistunni. Þannig að ef hugmynd fæðist muni sú þekking auðvelda fólki, í öllum atvinnugreinum, með kraftinn og viljann að vopni að koma hugmynd í framkvæmd. Ef þekking – og einkum skilningur – er til staðar á þeim fjölmörgu litlu skrefum sem þarf að taka margfaldast líkurnar á því að fyrirtæki komist á legg og skapi vöxt og störf fyrir samfélagið. Rannsóknir sýna að eftirfylgni og ráðgjöf skipta verulegu máli hvað varðar framgang og árangur verkefna. Sem betur fer er stækkandi hópur sem sinnir þessu starfi í dag; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Icelandic Startups, atvinnuþróunarfélög, Vinnumálastofnun og fleiri aðilar.Lítið tengsla- og þekkingarnet Í öðru lagi liggur vandamálið í skorti á tengslum og aðgengi að rauntölum atvinnugreinar. Margar konur skortir tengsla- og þekkingarnet. Í mörgum tilvikum er ástæða þessa einangrun landsbyggðar ásamt því að þær eru að feta fyrstu sporin í atvinnugreininni. Hér þarf samstarf atvinnugreina og sveitarfélaga til að byggja upp aðgengileg net fyrir viðskiptahugmyndir og fyrirtæki. Bæði er mikilvægt að konur hafi aðgang að sérfræðingum sem veita þeim innsæi, endurgjöf og einkum verðmæt tengsl innan atvinnugreinar og markaðar. En ekki síður er mikilvægt að hafa aðgang að rauntölum. Góð viðskiptahugmynd með réttri notkun á verkfærakistu verður ekki að arðbærum rekstri ef t.d. rauntölur kostnaðar á einingu og væntrar sölu eru ekki til staðar. Hver er reynsla þessa markaðar og atvinnugreinar af kostnaði framleiddrar einingar? Hvaða mistök hafa verið gerð í þessari atvinnugrein við markaðssetningu inn á erlendan markað? Hvar liggja bestu viðskiptasamböndin? Hver er eðlileg framlegð og raunstærð markaðar? Ekki þarf að gera sömu mistökin við tvær góðar viðskiptahugmyndir. Það er óskandi að samstaða menntastofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga gefi krafti íslensku þjóðarinnar enn frekari tækifæri til að skapa verðmæti úr þeim fjölda viðskiptahugmynda, innan ólíkra atvinnugreina, sem fæðast á hverjum degi úti um allt land. Höfundur er formaður stjórnar Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Krafturinn í íslenskum konum er ótrúlegur. Mikill fjöldi kvenna kemur fram með nýjar viðskiptahugmyndir, verkefni og fyrirtæki sem í mörgum tilfellum uppfylla nýjar þarfir markaðarins á sviði fjölbreyttra atvinnugreina, svo sem ferðaþjónustu, heilsuvara, snyrtivara, veitingarekstrar, húsbúnaðar, kvikmyndagerðar, barnavara o.s.frv. Ef rýnt er í stöðuna sýna rannsóknir þó að konur eru síður en karlar tilbúnar að veðsetja eignir sínar til að koma góðri hugmynd í framkvæmd. Markmið Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna, er einmitt að opna fjármögnunarmöguleika til kvenna með veitingu ábyrgða á lánum fyrir markaðskostnaði, vöruþróun og nýjum leiðum í framleiðslu eða framsetningu vara og þjónustu. Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er í samstarfi við Landsbanka Íslands. Í byrjun árs gerði sjóðurinn samninga við nokkur fyrirtæki í meirihlutaeigu og undir stjórn kvenna þar sem krafa er um nýsköpun/sérstöðu að einhverju marki og að verulegar líkur séu á að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Sjóðurinn hefur samþykkt 17 verkefni síðan hann var settur á laggirnar árið 2011.Lítil þekking á verkfærakistunni Eingöngu lítill hluti fyrirtækja sem stofnað er til nær að fjármagna sig og komast á legg þrátt fyrir góða viðskiptahugmynd. Í grunninn eru áskoranirnar tvær. Í fyrsta lagi skortir konur í mörgum tilfellum þekkingu, reynslu og skilning á þeirri verkfærakistu sem þarf til að koma góðri hugmynd yfir í arðbæran rekstur. Þar má nefna gerð viðskipta-, markaðs- og söluáætlana, sjóðsstreymi, endurgreiðslutíma fjármagns, greiningu samkeppnisaðila, stefnumótun o.s.frv. Æskilegt væri að grunnkennsla í gerð viðskiptaáætlana væri kennd í efstu bekkjum grunnskóla eða í framhaldsskólum til að sem flestir öðlist grunnþekkingu á verkfærakistunni. Þannig að ef hugmynd fæðist muni sú þekking auðvelda fólki, í öllum atvinnugreinum, með kraftinn og viljann að vopni að koma hugmynd í framkvæmd. Ef þekking – og einkum skilningur – er til staðar á þeim fjölmörgu litlu skrefum sem þarf að taka margfaldast líkurnar á því að fyrirtæki komist á legg og skapi vöxt og störf fyrir samfélagið. Rannsóknir sýna að eftirfylgni og ráðgjöf skipta verulegu máli hvað varðar framgang og árangur verkefna. Sem betur fer er stækkandi hópur sem sinnir þessu starfi í dag; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Icelandic Startups, atvinnuþróunarfélög, Vinnumálastofnun og fleiri aðilar.Lítið tengsla- og þekkingarnet Í öðru lagi liggur vandamálið í skorti á tengslum og aðgengi að rauntölum atvinnugreinar. Margar konur skortir tengsla- og þekkingarnet. Í mörgum tilvikum er ástæða þessa einangrun landsbyggðar ásamt því að þær eru að feta fyrstu sporin í atvinnugreininni. Hér þarf samstarf atvinnugreina og sveitarfélaga til að byggja upp aðgengileg net fyrir viðskiptahugmyndir og fyrirtæki. Bæði er mikilvægt að konur hafi aðgang að sérfræðingum sem veita þeim innsæi, endurgjöf og einkum verðmæt tengsl innan atvinnugreinar og markaðar. En ekki síður er mikilvægt að hafa aðgang að rauntölum. Góð viðskiptahugmynd með réttri notkun á verkfærakistu verður ekki að arðbærum rekstri ef t.d. rauntölur kostnaðar á einingu og væntrar sölu eru ekki til staðar. Hver er reynsla þessa markaðar og atvinnugreinar af kostnaði framleiddrar einingar? Hvaða mistök hafa verið gerð í þessari atvinnugrein við markaðssetningu inn á erlendan markað? Hvar liggja bestu viðskiptasamböndin? Hver er eðlileg framlegð og raunstærð markaðar? Ekki þarf að gera sömu mistökin við tvær góðar viðskiptahugmyndir. Það er óskandi að samstaða menntastofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga gefi krafti íslensku þjóðarinnar enn frekari tækifæri til að skapa verðmæti úr þeim fjölda viðskiptahugmynda, innan ólíkra atvinnugreina, sem fæðast á hverjum degi úti um allt land. Höfundur er formaður stjórnar Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar