

Vá, krafturinn! En hvað svo?
Markmið Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna, er einmitt að opna fjármögnunarmöguleika til kvenna með veitingu ábyrgða á lánum fyrir markaðskostnaði, vöruþróun og nýjum leiðum í framleiðslu eða framsetningu vara og þjónustu. Sjóðurinn er í eigu velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er í samstarfi við Landsbanka Íslands. Í byrjun árs gerði sjóðurinn samninga við nokkur fyrirtæki í meirihlutaeigu og undir stjórn kvenna þar sem krafa er um nýsköpun/sérstöðu að einhverju marki og að verulegar líkur séu á að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Sjóðurinn hefur samþykkt 17 verkefni síðan hann var settur á laggirnar árið 2011.
Lítil þekking á verkfærakistunni
Eingöngu lítill hluti fyrirtækja sem stofnað er til nær að fjármagna sig og komast á legg þrátt fyrir góða viðskiptahugmynd. Í grunninn eru áskoranirnar tvær. Í fyrsta lagi skortir konur í mörgum tilfellum þekkingu, reynslu og skilning á þeirri verkfærakistu sem þarf til að koma góðri hugmynd yfir í arðbæran rekstur. Þar má nefna gerð viðskipta-, markaðs- og söluáætlana, sjóðsstreymi, endurgreiðslutíma fjármagns, greiningu samkeppnisaðila, stefnumótun o.s.frv. Æskilegt væri að grunnkennsla í gerð viðskiptaáætlana væri kennd í efstu bekkjum grunnskóla eða í framhaldsskólum til að sem flestir öðlist grunnþekkingu á verkfærakistunni. Þannig að ef hugmynd fæðist muni sú þekking auðvelda fólki, í öllum atvinnugreinum, með kraftinn og viljann að vopni að koma hugmynd í framkvæmd. Ef þekking – og einkum skilningur – er til staðar á þeim fjölmörgu litlu skrefum sem þarf að taka margfaldast líkurnar á því að fyrirtæki komist á legg og skapi vöxt og störf fyrir samfélagið. Rannsóknir sýna að eftirfylgni og ráðgjöf skipta verulegu máli hvað varðar framgang og árangur verkefna. Sem betur fer er stækkandi hópur sem sinnir þessu starfi í dag; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Icelandic Startups, atvinnuþróunarfélög, Vinnumálastofnun og fleiri aðilar.
Lítið tengsla- og þekkingarnet
Í öðru lagi liggur vandamálið í skorti á tengslum og aðgengi að rauntölum atvinnugreinar. Margar konur skortir tengsla- og þekkingarnet. Í mörgum tilvikum er ástæða þessa einangrun landsbyggðar ásamt því að þær eru að feta fyrstu sporin í atvinnugreininni. Hér þarf samstarf atvinnugreina og sveitarfélaga til að byggja upp aðgengileg net fyrir viðskiptahugmyndir og fyrirtæki. Bæði er mikilvægt að konur hafi aðgang að sérfræðingum sem veita þeim innsæi, endurgjöf og einkum verðmæt tengsl innan atvinnugreinar og markaðar. En ekki síður er mikilvægt að hafa aðgang að rauntölum. Góð viðskiptahugmynd með réttri notkun á verkfærakistu verður ekki að arðbærum rekstri ef t.d. rauntölur kostnaðar á einingu og væntrar sölu eru ekki til staðar. Hver er reynsla þessa markaðar og atvinnugreinar af kostnaði framleiddrar einingar? Hvaða mistök hafa verið gerð í þessari atvinnugrein við markaðssetningu inn á erlendan markað? Hvar liggja bestu viðskiptasamböndin? Hver er eðlileg framlegð og raunstærð markaðar? Ekki þarf að gera sömu mistökin við tvær góðar viðskiptahugmyndir.
Það er óskandi að samstaða menntastofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga gefi krafti íslensku þjóðarinnar enn frekari tækifæri til að skapa verðmæti úr þeim fjölda viðskiptahugmynda, innan ólíkra atvinnugreina, sem fæðast á hverjum degi úti um allt land.
Höfundur er formaður stjórnar Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna.
Skoðun

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar