Réttar upplýsingar á borðið Friðrik Már Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 07:00 Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun