Réttar upplýsingar á borðið Friðrik Már Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 07:00 Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun