Réttar upplýsingar á borðið Friðrik Már Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 07:00 Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. desember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna staðsetningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélagsins.“ Samkvæmt þeim laxeldisáformum sem nú eru í umsagnarferli er stefnt að 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagðar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssamtaka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra baktería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldismanna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærðar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna.Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrirhugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (https://www.miljodirektoratet.no/no/Nyheter/Nyheter/Old-klif/2009/November_2009/Foreslar_strengere_regelverk_for_fiskeoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang mengunar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýsingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlagarík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Höfundur er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun