Chicago-búa meinað að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa í kuldanum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 23:30 Heimilislausir hafa átt um sárt að binda í frosthörkunum sem geysað hafa víða í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í Chicago hafa meinað íbúa í úthverfi borgarinnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislaust fólk vegna fimbulkulda sem nú ríkir víða í Bandaríkjunum. Maðurinn, sem heitir Greg Schiller, hefur unnið með heimilislausum í nokkur ár og fann sig knúinn til þess að leyfa nokkrum heimilislausum einstaklingum að gista í kjallaranum sínum í mestu frosthörkunum. „Í raun og veru er borgin að segja mér hverjum ég má bjóða heim til mín, hverjir geta verið vinir mínir og hvar má safnast saman á mínu heimili,“ sagði Schiller í samtali við The New York Times. Schiller kallaði mannamótin „bíókvöld“ og sagðist hafa boðið heimilisleysingjunum heita drykki og snarl. Að hans sögn voru aldrei fleiri en fimmtán manns á heimili hans í senn og hann hafi lagt sig í líma við að vaka alla nóttina til þess að hafa eftirlit með fólkinu. Borgaryfirvöld segjast hafa gripið inn í vegna þess að um væri að ræða ólögmætar aðgerðir af hálfu Schillers. Fasteign hans ku ekki hafa uppfyllt ákveðnar reglugerðir, til að mynda var lýsingu og loftræstingu ábótavant sem og útgönguleiðum vegna bruna. Laura Valdez, aðstoðarframvkæmdastjóri Chicago-borgar tók þó fram að góðmennska Schillers væri aðdáunarverð. „Neyðarskýli eru ekki leyfileg í íbúðarhúsum. Hann [Schiller] hefur stórt hjarta og þetta er aðdáunarvert en hins vegar eru önnur skýli í boði sem eru lögleg.“„Rétturinn til þess að bjarga“Schiller þurfti að skella í lás eftir inngrip borgaryfirvalda en margir hafa sýnt honum samhug og stuðning. Lögfræðingurinn Jeff Rowes, sem hefur sérhæft sig í eignarétti og tjáningarfrelsi, tjáði sig opinberlega um málið og taldi að borgaryfirvöld hefðu farið yfir leyfileg mörk. „Bæði Greg og heimilislausa fólkið sem hann aðstoðaði eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þess að vera frjáls undan inngripum yfirvalda sem geta stefnt lífi þeirra í hættu,“ sagði Rowes og bætti við að mögulega væri réttur Schillers til þess að bjarga öðrum varinn af bandarísku stjórnarskránni. „Schiller bauð eingöngu upp á húsaskjól í neyðartilfellum. Hann var alls ekki að reyna að reka leynilegt neyðarskýli fyrir heimilislausa alla daga ársins,“ sagði Rowes.Neyðarskýlin ekki alltaf opinÍ grennd við Schiller eru nokkur neyðarskýli sem eru aðeins starfrækt í miklum kuldum. Til þess að heimilislausir fái þar inni um nætur þarf hitastigið að vera lægra en -10 gráður. Schiller segist hafa boðið hópi af fólki að gista í kjallaranum hjá sér þegar kuldinn var mikill, en þó ekki nógu mikill til þess að áðurnefnd skýli væru starfrækt. Annars konar skýli er í hverfinu sem hýsir heimilislaust fólk allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þar er þó gerð sú krafa að fólk þurfi að hafa meðferðis skilríki með mynd til þess að fá inn. Þau hafa það þó að markmiði að skjóta skjólshúsi yfir sem flesta og gildir einu hvort um fólk með geðræn vandamál eða fíknivandamál er að ræða. Að sögn forstöðumanns skýlanna gætu ýmsar ástæður verið fyrir því að heimilislaust fólk kjósi frekar að dveljast á einkaheimili en í löglegu skýli. „Sumir vilja ekki meina að þeir séu hjálparþurfi á meðan aðrir vilja drekka áfengi eða nota eiturlyf, sem eru ekki leyfileg í skýlunum. Það er ekki sanngjarnt að segja að þetta fólk hafi ekki haft í nein hús að venda.“ Tengdar fréttir Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Borgaryfirvöld í Chicago hafa meinað íbúa í úthverfi borgarinnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislaust fólk vegna fimbulkulda sem nú ríkir víða í Bandaríkjunum. Maðurinn, sem heitir Greg Schiller, hefur unnið með heimilislausum í nokkur ár og fann sig knúinn til þess að leyfa nokkrum heimilislausum einstaklingum að gista í kjallaranum sínum í mestu frosthörkunum. „Í raun og veru er borgin að segja mér hverjum ég má bjóða heim til mín, hverjir geta verið vinir mínir og hvar má safnast saman á mínu heimili,“ sagði Schiller í samtali við The New York Times. Schiller kallaði mannamótin „bíókvöld“ og sagðist hafa boðið heimilisleysingjunum heita drykki og snarl. Að hans sögn voru aldrei fleiri en fimmtán manns á heimili hans í senn og hann hafi lagt sig í líma við að vaka alla nóttina til þess að hafa eftirlit með fólkinu. Borgaryfirvöld segjast hafa gripið inn í vegna þess að um væri að ræða ólögmætar aðgerðir af hálfu Schillers. Fasteign hans ku ekki hafa uppfyllt ákveðnar reglugerðir, til að mynda var lýsingu og loftræstingu ábótavant sem og útgönguleiðum vegna bruna. Laura Valdez, aðstoðarframvkæmdastjóri Chicago-borgar tók þó fram að góðmennska Schillers væri aðdáunarverð. „Neyðarskýli eru ekki leyfileg í íbúðarhúsum. Hann [Schiller] hefur stórt hjarta og þetta er aðdáunarvert en hins vegar eru önnur skýli í boði sem eru lögleg.“„Rétturinn til þess að bjarga“Schiller þurfti að skella í lás eftir inngrip borgaryfirvalda en margir hafa sýnt honum samhug og stuðning. Lögfræðingurinn Jeff Rowes, sem hefur sérhæft sig í eignarétti og tjáningarfrelsi, tjáði sig opinberlega um málið og taldi að borgaryfirvöld hefðu farið yfir leyfileg mörk. „Bæði Greg og heimilislausa fólkið sem hann aðstoðaði eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þess að vera frjáls undan inngripum yfirvalda sem geta stefnt lífi þeirra í hættu,“ sagði Rowes og bætti við að mögulega væri réttur Schillers til þess að bjarga öðrum varinn af bandarísku stjórnarskránni. „Schiller bauð eingöngu upp á húsaskjól í neyðartilfellum. Hann var alls ekki að reyna að reka leynilegt neyðarskýli fyrir heimilislausa alla daga ársins,“ sagði Rowes.Neyðarskýlin ekki alltaf opinÍ grennd við Schiller eru nokkur neyðarskýli sem eru aðeins starfrækt í miklum kuldum. Til þess að heimilislausir fái þar inni um nætur þarf hitastigið að vera lægra en -10 gráður. Schiller segist hafa boðið hópi af fólki að gista í kjallaranum hjá sér þegar kuldinn var mikill, en þó ekki nógu mikill til þess að áðurnefnd skýli væru starfrækt. Annars konar skýli er í hverfinu sem hýsir heimilislaust fólk allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þar er þó gerð sú krafa að fólk þurfi að hafa meðferðis skilríki með mynd til þess að fá inn. Þau hafa það þó að markmiði að skjóta skjólshúsi yfir sem flesta og gildir einu hvort um fólk með geðræn vandamál eða fíknivandamál er að ræða. Að sögn forstöðumanns skýlanna gætu ýmsar ástæður verið fyrir því að heimilislaust fólk kjósi frekar að dveljast á einkaheimili en í löglegu skýli. „Sumir vilja ekki meina að þeir séu hjálparþurfi á meðan aðrir vilja drekka áfengi eða nota eiturlyf, sem eru ekki leyfileg í skýlunum. Það er ekki sanngjarnt að segja að þetta fólk hafi ekki haft í nein hús að venda.“
Tengdar fréttir Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32
Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46