„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2018 10:30 Eyfi hefur komið víða við á sínum ferli. Í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson og sagði hann skemmtilegar sögur af ferlinum og hvernig honum tókst að halda sér myndarlegum og hárprúðum fram eftir aldri. Eyfi hefur sungið og spilað fyrir þjóðina í meira en þrjátíu ár, en hann er í dag 57 ára gamall. Hann ætlaði að verða tónlistarmaður alveg frá unglingsaldri. „Fyrsta lagið sem kom mér á kortið sem lagahöfundi var lagið Ég lifi í draumi sem Björgvin Halldórsson söng í Eurovision-undankeppninni hérna heima, í fyrsta sinn sem við tókum þátt og ég held að það lag, sé það lag sem ég held kannski mest upp á því það var stökkpallur fyrir mig inn í þennan bransa.“ Stökkpallurinn lyfti honum ansi hátt og óhætt að segja að Eyfi hafi síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. „Það var pínulítið auðveldara að vera þekktur í þessum bransa þegar ég var að byrja því það var bara ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð. Ég hef aldrei litið á mig sem frægan einstakling, frekar bara sem þekktan, þjóðþekktan. Maður er þjóðareign.“ Eyfi er án efa þekktastur fyrir lagið Draumur um Nínu sem hann söng með Stefáni Hilmarssyni á Ítalíu í Eurovision árið 1991.Stebbi og Eyfi á Ítalíu árið 1991.„Þetta er kannski ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en ég er mjög stoltur af því og mjög stoltur af flutningi mínum og Stefáns úti á Ítalíu. Ég er ennþá stoltari af því hvað fólk tók laginu vel, þrátt fyrir að laginu gekk ekki mjög vel í keppninni. Það dó í keppninni en lifnaði við einhvernveginn aftur heima.“ Eyfa líður vel í dag og er hamingjusamur. „Það er ofboðslega lítil streita í mér, ég hef aldrei fundið fyrir streitu og veit ekki hvað það er. Maður þarf bara að finna þennan punkt í lífinu og ef þú getur gert það með eiginkonu þinni og fjölskyldu er það það besta í heiminum.“ Eyfi vinnur nú að stórtónleikum í tilefni 30 ára starfsafmæli en tónleikarnir verða tveir og fara báðir fram þann 13. október. Söngvarinn þótti alltaf sætur og hárprúður enda sá móðir hans um það að svo væri.Eyjólfur hvíttar stundum tennur í dag.„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára, það er bara svoleiðis. Ég var mjög hárprúður á þessum árum en ég held að það sé pínulítið henni að kenna hvernig komið er fyrir hárið á mér í dag. Hún notaði einhver amerísk sjampó sem hún keypti út í Ameríku og þetta var svona grænt eins og geislavirku úrgangur á litinn. Þetta setti hún í hausinn á mér og ég held að þetta hafi eyðilagt hársvörðinn á mér.“ Hann segist hafa getað lifað vel á tónlistinni. „Á níunda áratuginum var ég mjög efnaður. Ég var með meiri tekjur en pabbi mig sem var mjög efnaður. En þetta fer upp og niður í sveiflum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Tengdar fréttir Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30 Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51 Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
Í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson og sagði hann skemmtilegar sögur af ferlinum og hvernig honum tókst að halda sér myndarlegum og hárprúðum fram eftir aldri. Eyfi hefur sungið og spilað fyrir þjóðina í meira en þrjátíu ár, en hann er í dag 57 ára gamall. Hann ætlaði að verða tónlistarmaður alveg frá unglingsaldri. „Fyrsta lagið sem kom mér á kortið sem lagahöfundi var lagið Ég lifi í draumi sem Björgvin Halldórsson söng í Eurovision-undankeppninni hérna heima, í fyrsta sinn sem við tókum þátt og ég held að það lag, sé það lag sem ég held kannski mest upp á því það var stökkpallur fyrir mig inn í þennan bransa.“ Stökkpallurinn lyfti honum ansi hátt og óhætt að segja að Eyfi hafi síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. „Það var pínulítið auðveldara að vera þekktur í þessum bransa þegar ég var að byrja því það var bara ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð. Ég hef aldrei litið á mig sem frægan einstakling, frekar bara sem þekktan, þjóðþekktan. Maður er þjóðareign.“ Eyfi er án efa þekktastur fyrir lagið Draumur um Nínu sem hann söng með Stefáni Hilmarssyni á Ítalíu í Eurovision árið 1991.Stebbi og Eyfi á Ítalíu árið 1991.„Þetta er kannski ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en ég er mjög stoltur af því og mjög stoltur af flutningi mínum og Stefáns úti á Ítalíu. Ég er ennþá stoltari af því hvað fólk tók laginu vel, þrátt fyrir að laginu gekk ekki mjög vel í keppninni. Það dó í keppninni en lifnaði við einhvernveginn aftur heima.“ Eyfa líður vel í dag og er hamingjusamur. „Það er ofboðslega lítil streita í mér, ég hef aldrei fundið fyrir streitu og veit ekki hvað það er. Maður þarf bara að finna þennan punkt í lífinu og ef þú getur gert það með eiginkonu þinni og fjölskyldu er það það besta í heiminum.“ Eyfi vinnur nú að stórtónleikum í tilefni 30 ára starfsafmæli en tónleikarnir verða tveir og fara báðir fram þann 13. október. Söngvarinn þótti alltaf sætur og hárprúður enda sá móðir hans um það að svo væri.Eyjólfur hvíttar stundum tennur í dag.„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára, það er bara svoleiðis. Ég var mjög hárprúður á þessum árum en ég held að það sé pínulítið henni að kenna hvernig komið er fyrir hárið á mér í dag. Hún notaði einhver amerísk sjampó sem hún keypti út í Ameríku og þetta var svona grænt eins og geislavirku úrgangur á litinn. Þetta setti hún í hausinn á mér og ég held að þetta hafi eyðilagt hársvörðinn á mér.“ Hann segist hafa getað lifað vel á tónlistinni. „Á níunda áratuginum var ég mjög efnaður. Ég var með meiri tekjur en pabbi mig sem var mjög efnaður. En þetta fer upp og niður í sveiflum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Tengdar fréttir Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30 Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51 Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30
Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51
Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45