Húrra fyrir sveitarfélögum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun! Erna Reynisdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun