Húrra fyrir sveitarfélögum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun! Erna Reynisdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar