(Geð)Heilsudagurinn Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:37 Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs, sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum, lagði nýverið könnun fyrir nemendur sviðsins um streitu, andlega líðan og úrræði. Niðurstöður hennar verða kynntar í dag, á Heilsudegi Háskóla Íslands. Aldurshópurinn 18-25 ára hefur farið stækkandi við Háskóla Íslands síðan framhaldsskólanámið var stytt. Þessi aldurshópur stendur frammi fyrir miklum breytingum í lífi og algengt er að þeim fylgi streita. Háskóli Íslands tekur á móti nemendum frá öllu landinu og algengt að nemendur flytjist frá stuðnings og félagslegu tengslaneti í ókunnugt umhverfi. Könnun sviðsráðs varðandi streitu var send á 2317 virk tölvupóstföng nemenda við Heilbrigðisvísindasvið fyrir áramót og 809 nemendur svöruðu. Svarhlutfallið var því 35%. Af þeim voru 627 nemendur (78%) í grunnnámi en 182 nemendur (22%) í framhaldsnámi. Helstu niðurstöður könnunar okkar eru eftirfarandi. Aðeins 85 einstaklingar (10,5%) vissu hvaða úrræði í tengslum við álag og andlega líðan eru í boði innan Háskóla Íslands. Af 809 nemendum höfðu 110 einstaklingar (14%) þurft að seinka sér eða taka hlé frá námi vegna of mikils álags, 178 eintaklingar (22%) hafa verið greindir með geðröskun og 609 einstaklingar (75%) höfðu upplifað erfiðleika með einbeitingu eða minni síðustu tvær vikurnar. Samkvæmt erlendum rannsóknum nýta 10-18% nemenda í háskólum geðheilbrigðistengda þjónustu þegar hún er í boði í skólanum. Umræða síðustu missera hefur í meiri mæli beinst að úrræðum í samfélaginu og á heilsugæslustöðvum en rannsóknir sýna að nemendur vilja nýta sér þjónustu í nærumhverfi sínu, sem er innan veggja háskólans. Nemendur koma frá öllum landshlutum í háskólann og hafa oft hvorki skráðann heimilislækni né stöð. Einnig hafa rannsóknir sýnt að yngra fólk er líklegra en aðrir aldurshópar til að fresta heimsókn til heimilislæknis. Sömuleiðis geta úrræði í samfélaginu orðið kostnaðarsöm og þá má líta til þess að margir nemendur eru á námslánum sem duga ekki fyrir 100% framfærslu eins og staðan er í dag og því standa nemendur oft frammi fyrir fjárhagsörðugleikum. Samkvæmt rannsókn frá 2012 um sálfræðilega streitu meðal kvenstúdenta við Háskóla Íslands töldu 28% sig þurfa geðheilbrigðisþjónustu og flestir upplifðu frá vægu og upp í meðallagi þunglyndi og kvíða, sem bendir til þörf á forvörnum eða íhlutun fyrr. Það sýnir því að úrræðin geta verið margvísleg og fjölbreytt, til dæmis fjölgun stöðugilda sálfræðinga við skólann en ekki síður geta hjúkrunarfræðingar stigið inn og sinnt forvörnum og snemmbúnum inngripum. Skólahjúkrunarfræðingar eru til staðar í grunnskólum landsins og fjölmörgum framhaldsskólum en ekki innan veggja háskólans sem tíðkast þó erlendis. Einnig gefur könnun sviðsráðs vísbendingar um að þau úrræði sem eru nú þegar í boði þurfi að vera mun sýnilegri. Við í sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs sinnum hagsmunabaráttu. Meðal hlutverka okkar er að hreyfa við stjórnum háskólans og stjórnvöldum landsins og þrýsta á úrbætur. Við gerð þessarar könnunar og kynningu á niðurstöðum hennar komu í ljós rannsóknir sem verið er að framkvæma í ýmsum deildum, auk rannsókna sem stendur til að framkvæma, og það verður að teljast jákvætt að opna á þessa mikilvægu umræðu þvert á milli deilda. Sömuleiðis hefur þessi könnun skapað umræðuvettvang milli nemenda og stjórnsýslu og einhugur virðist vera um að huga þurfi að úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu háskólanema. Nú þurfum við í sameiningu að láta það verða að veruleika.Elísabet Brynjarsdóttir, formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs, sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum, lagði nýverið könnun fyrir nemendur sviðsins um streitu, andlega líðan og úrræði. Niðurstöður hennar verða kynntar í dag, á Heilsudegi Háskóla Íslands. Aldurshópurinn 18-25 ára hefur farið stækkandi við Háskóla Íslands síðan framhaldsskólanámið var stytt. Þessi aldurshópur stendur frammi fyrir miklum breytingum í lífi og algengt er að þeim fylgi streita. Háskóli Íslands tekur á móti nemendum frá öllu landinu og algengt að nemendur flytjist frá stuðnings og félagslegu tengslaneti í ókunnugt umhverfi. Könnun sviðsráðs varðandi streitu var send á 2317 virk tölvupóstföng nemenda við Heilbrigðisvísindasvið fyrir áramót og 809 nemendur svöruðu. Svarhlutfallið var því 35%. Af þeim voru 627 nemendur (78%) í grunnnámi en 182 nemendur (22%) í framhaldsnámi. Helstu niðurstöður könnunar okkar eru eftirfarandi. Aðeins 85 einstaklingar (10,5%) vissu hvaða úrræði í tengslum við álag og andlega líðan eru í boði innan Háskóla Íslands. Af 809 nemendum höfðu 110 einstaklingar (14%) þurft að seinka sér eða taka hlé frá námi vegna of mikils álags, 178 eintaklingar (22%) hafa verið greindir með geðröskun og 609 einstaklingar (75%) höfðu upplifað erfiðleika með einbeitingu eða minni síðustu tvær vikurnar. Samkvæmt erlendum rannsóknum nýta 10-18% nemenda í háskólum geðheilbrigðistengda þjónustu þegar hún er í boði í skólanum. Umræða síðustu missera hefur í meiri mæli beinst að úrræðum í samfélaginu og á heilsugæslustöðvum en rannsóknir sýna að nemendur vilja nýta sér þjónustu í nærumhverfi sínu, sem er innan veggja háskólans. Nemendur koma frá öllum landshlutum í háskólann og hafa oft hvorki skráðann heimilislækni né stöð. Einnig hafa rannsóknir sýnt að yngra fólk er líklegra en aðrir aldurshópar til að fresta heimsókn til heimilislæknis. Sömuleiðis geta úrræði í samfélaginu orðið kostnaðarsöm og þá má líta til þess að margir nemendur eru á námslánum sem duga ekki fyrir 100% framfærslu eins og staðan er í dag og því standa nemendur oft frammi fyrir fjárhagsörðugleikum. Samkvæmt rannsókn frá 2012 um sálfræðilega streitu meðal kvenstúdenta við Háskóla Íslands töldu 28% sig þurfa geðheilbrigðisþjónustu og flestir upplifðu frá vægu og upp í meðallagi þunglyndi og kvíða, sem bendir til þörf á forvörnum eða íhlutun fyrr. Það sýnir því að úrræðin geta verið margvísleg og fjölbreytt, til dæmis fjölgun stöðugilda sálfræðinga við skólann en ekki síður geta hjúkrunarfræðingar stigið inn og sinnt forvörnum og snemmbúnum inngripum. Skólahjúkrunarfræðingar eru til staðar í grunnskólum landsins og fjölmörgum framhaldsskólum en ekki innan veggja háskólans sem tíðkast þó erlendis. Einnig gefur könnun sviðsráðs vísbendingar um að þau úrræði sem eru nú þegar í boði þurfi að vera mun sýnilegri. Við í sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs sinnum hagsmunabaráttu. Meðal hlutverka okkar er að hreyfa við stjórnum háskólans og stjórnvöldum landsins og þrýsta á úrbætur. Við gerð þessarar könnunar og kynningu á niðurstöðum hennar komu í ljós rannsóknir sem verið er að framkvæma í ýmsum deildum, auk rannsókna sem stendur til að framkvæma, og það verður að teljast jákvætt að opna á þessa mikilvægu umræðu þvert á milli deilda. Sömuleiðis hefur þessi könnun skapað umræðuvettvang milli nemenda og stjórnsýslu og einhugur virðist vera um að huga þurfi að úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu háskólanema. Nú þurfum við í sameiningu að láta það verða að veruleika.Elísabet Brynjarsdóttir, formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun