Útflutningur á ufsa dregist saman vegna þess hversu ljót flökin eru Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:00 Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“ Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“
Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira