Getuleysi Öryggisráðsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar