„Var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty „Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita