Í Reykjavík: Val um tvær stefnur Vésteinn Valgarðsson skrifar 11. maí 2018 09:54 Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar