Hvað er málið? Svana Þorgeirsdóttir og Helga Sigrún Hermannsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Hvers vegna erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði búin að vera með bilaðan prentara í VR-II í tvö ár? Hvers vegna erum við ennþá að flakka milli fjögurra mismunandi bygginga á einum degi? Hvers vegna er Verkfræði- og náttúruvísindasvið ekki í takt við tímann og hefur fyrirlestra á formi myndbanda á Uglunni, þegar upptökubúnaður er nú þegar til staðar í helstu fyrirlestrasölum HÍ? Allt eru þetta mikilvægar vangaveltur nemanda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á sama tíma og við veltum þessum vandamálum fyrir okkur þá veltum við í Vöku fyrir okkur lausnum á þessum vandamálum. Þetta eru áþreifanleg markmið sem við þurfum að ná til að hámarka árangur nemenda innan VoN. Við þurfum breytingar, breytingar sem hægt er að kippa í lag innan veggja Háskóla Íslands innan raunhæfs tímaramma. Nemendur við Háskóla Íslands eyða að meðaltali fjórum árum í átt að gráðunni sinni. Á þeim tíma vilja nemendur að komið sé til móts við þarfir þeirra og að það sé gert samstundis. Eins og við vitum öll er staðreyndin sú að Háskólinn er hægvirkt stjórnvald en það er svo margt sem er hægt að laga án þess að þurfi að ögra eða ógna þessu rótgróna kerfi. Þetta er ekki flókið - látum verkin tala. Í stað þess að lofa einhverju sem ekki er undir okkur komið, er stefna okkar að setja raunhæf og áþreifanleg markmið sem skipta sköpum. Hvers vegna fáum við ekki aðgang að skólastofum utan skólatíma? Getur í alvörunni einhver svarað þessu? Er einhver raunveruleg ástæða á bakvið það? Háskóli Íslands þarf að veita nemendum sínum aðstöðu til þess að læra, og ýta undir góða og gilda námstækni. Það les enginn óskiljanlegar eðlisfræðiglósur á netinu sem ekki eru á mannamáli. Krafa okkar er að Háskóli Íslands þurfi að veita nemendum sínum lærdómsaðstöðu á hverri stundu, hafa fyrirlestra aðgengilega fyrir alla utan skólatíma og koma til móts við þarfir nemenda sem lifa í nútímasamfélagi. Stúdentaráð er rödd okkar háskólanema, nýtum okkur hana. Látum í okkur heyra. Knýjum fram breytingar sem eru raunhæfar og verum þrýstivaldið sem okkur er ætlað að vera og sameinum krafta okkar til þess að fara fulla ferð í átt að breytingum til hins betra. Við erum tilbúnar að láta í okkur heyra, er það ekki málið?Höfundar eru í fyrsta og öðru sæti á lista Vöku á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði búin að vera með bilaðan prentara í VR-II í tvö ár? Hvers vegna erum við ennþá að flakka milli fjögurra mismunandi bygginga á einum degi? Hvers vegna er Verkfræði- og náttúruvísindasvið ekki í takt við tímann og hefur fyrirlestra á formi myndbanda á Uglunni, þegar upptökubúnaður er nú þegar til staðar í helstu fyrirlestrasölum HÍ? Allt eru þetta mikilvægar vangaveltur nemanda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á sama tíma og við veltum þessum vandamálum fyrir okkur þá veltum við í Vöku fyrir okkur lausnum á þessum vandamálum. Þetta eru áþreifanleg markmið sem við þurfum að ná til að hámarka árangur nemenda innan VoN. Við þurfum breytingar, breytingar sem hægt er að kippa í lag innan veggja Háskóla Íslands innan raunhæfs tímaramma. Nemendur við Háskóla Íslands eyða að meðaltali fjórum árum í átt að gráðunni sinni. Á þeim tíma vilja nemendur að komið sé til móts við þarfir þeirra og að það sé gert samstundis. Eins og við vitum öll er staðreyndin sú að Háskólinn er hægvirkt stjórnvald en það er svo margt sem er hægt að laga án þess að þurfi að ögra eða ógna þessu rótgróna kerfi. Þetta er ekki flókið - látum verkin tala. Í stað þess að lofa einhverju sem ekki er undir okkur komið, er stefna okkar að setja raunhæf og áþreifanleg markmið sem skipta sköpum. Hvers vegna fáum við ekki aðgang að skólastofum utan skólatíma? Getur í alvörunni einhver svarað þessu? Er einhver raunveruleg ástæða á bakvið það? Háskóli Íslands þarf að veita nemendum sínum aðstöðu til þess að læra, og ýta undir góða og gilda námstækni. Það les enginn óskiljanlegar eðlisfræðiglósur á netinu sem ekki eru á mannamáli. Krafa okkar er að Háskóli Íslands þurfi að veita nemendum sínum lærdómsaðstöðu á hverri stundu, hafa fyrirlestra aðgengilega fyrir alla utan skólatíma og koma til móts við þarfir nemenda sem lifa í nútímasamfélagi. Stúdentaráð er rödd okkar háskólanema, nýtum okkur hana. Látum í okkur heyra. Knýjum fram breytingar sem eru raunhæfar og verum þrýstivaldið sem okkur er ætlað að vera og sameinum krafta okkar til þess að fara fulla ferð í átt að breytingum til hins betra. Við erum tilbúnar að láta í okkur heyra, er það ekki málið?Höfundar eru í fyrsta og öðru sæti á lista Vöku á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar