Hvað er málið? Svana Þorgeirsdóttir og Helga Sigrún Hermannsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Hvers vegna erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði búin að vera með bilaðan prentara í VR-II í tvö ár? Hvers vegna erum við ennþá að flakka milli fjögurra mismunandi bygginga á einum degi? Hvers vegna er Verkfræði- og náttúruvísindasvið ekki í takt við tímann og hefur fyrirlestra á formi myndbanda á Uglunni, þegar upptökubúnaður er nú þegar til staðar í helstu fyrirlestrasölum HÍ? Allt eru þetta mikilvægar vangaveltur nemanda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á sama tíma og við veltum þessum vandamálum fyrir okkur þá veltum við í Vöku fyrir okkur lausnum á þessum vandamálum. Þetta eru áþreifanleg markmið sem við þurfum að ná til að hámarka árangur nemenda innan VoN. Við þurfum breytingar, breytingar sem hægt er að kippa í lag innan veggja Háskóla Íslands innan raunhæfs tímaramma. Nemendur við Háskóla Íslands eyða að meðaltali fjórum árum í átt að gráðunni sinni. Á þeim tíma vilja nemendur að komið sé til móts við þarfir þeirra og að það sé gert samstundis. Eins og við vitum öll er staðreyndin sú að Háskólinn er hægvirkt stjórnvald en það er svo margt sem er hægt að laga án þess að þurfi að ögra eða ógna þessu rótgróna kerfi. Þetta er ekki flókið - látum verkin tala. Í stað þess að lofa einhverju sem ekki er undir okkur komið, er stefna okkar að setja raunhæf og áþreifanleg markmið sem skipta sköpum. Hvers vegna fáum við ekki aðgang að skólastofum utan skólatíma? Getur í alvörunni einhver svarað þessu? Er einhver raunveruleg ástæða á bakvið það? Háskóli Íslands þarf að veita nemendum sínum aðstöðu til þess að læra, og ýta undir góða og gilda námstækni. Það les enginn óskiljanlegar eðlisfræðiglósur á netinu sem ekki eru á mannamáli. Krafa okkar er að Háskóli Íslands þurfi að veita nemendum sínum lærdómsaðstöðu á hverri stundu, hafa fyrirlestra aðgengilega fyrir alla utan skólatíma og koma til móts við þarfir nemenda sem lifa í nútímasamfélagi. Stúdentaráð er rödd okkar háskólanema, nýtum okkur hana. Látum í okkur heyra. Knýjum fram breytingar sem eru raunhæfar og verum þrýstivaldið sem okkur er ætlað að vera og sameinum krafta okkar til þess að fara fulla ferð í átt að breytingum til hins betra. Við erum tilbúnar að láta í okkur heyra, er það ekki málið?Höfundar eru í fyrsta og öðru sæti á lista Vöku á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði búin að vera með bilaðan prentara í VR-II í tvö ár? Hvers vegna erum við ennþá að flakka milli fjögurra mismunandi bygginga á einum degi? Hvers vegna er Verkfræði- og náttúruvísindasvið ekki í takt við tímann og hefur fyrirlestra á formi myndbanda á Uglunni, þegar upptökubúnaður er nú þegar til staðar í helstu fyrirlestrasölum HÍ? Allt eru þetta mikilvægar vangaveltur nemanda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á sama tíma og við veltum þessum vandamálum fyrir okkur þá veltum við í Vöku fyrir okkur lausnum á þessum vandamálum. Þetta eru áþreifanleg markmið sem við þurfum að ná til að hámarka árangur nemenda innan VoN. Við þurfum breytingar, breytingar sem hægt er að kippa í lag innan veggja Háskóla Íslands innan raunhæfs tímaramma. Nemendur við Háskóla Íslands eyða að meðaltali fjórum árum í átt að gráðunni sinni. Á þeim tíma vilja nemendur að komið sé til móts við þarfir þeirra og að það sé gert samstundis. Eins og við vitum öll er staðreyndin sú að Háskólinn er hægvirkt stjórnvald en það er svo margt sem er hægt að laga án þess að þurfi að ögra eða ógna þessu rótgróna kerfi. Þetta er ekki flókið - látum verkin tala. Í stað þess að lofa einhverju sem ekki er undir okkur komið, er stefna okkar að setja raunhæf og áþreifanleg markmið sem skipta sköpum. Hvers vegna fáum við ekki aðgang að skólastofum utan skólatíma? Getur í alvörunni einhver svarað þessu? Er einhver raunveruleg ástæða á bakvið það? Háskóli Íslands þarf að veita nemendum sínum aðstöðu til þess að læra, og ýta undir góða og gilda námstækni. Það les enginn óskiljanlegar eðlisfræðiglósur á netinu sem ekki eru á mannamáli. Krafa okkar er að Háskóli Íslands þurfi að veita nemendum sínum lærdómsaðstöðu á hverri stundu, hafa fyrirlestra aðgengilega fyrir alla utan skólatíma og koma til móts við þarfir nemenda sem lifa í nútímasamfélagi. Stúdentaráð er rödd okkar háskólanema, nýtum okkur hana. Látum í okkur heyra. Knýjum fram breytingar sem eru raunhæfar og verum þrýstivaldið sem okkur er ætlað að vera og sameinum krafta okkar til þess að fara fulla ferð í átt að breytingum til hins betra. Við erum tilbúnar að láta í okkur heyra, er það ekki málið?Höfundar eru í fyrsta og öðru sæti á lista Vöku á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar