Fórnarlömb Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2018 10:00 Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun