
Símenntun í fjölmenningarsamfélagi
Hingað til lands sækir fólk til lengri eða skemmri dvalar og ástæðurnar eru fjölmargar. Líklega koma þó flestir erlendir ríkisborgarar vegna annað hvort vinnu eða fjölskyldutengsla.
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru ríflega tuttugu þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Þetta þýðir að í það minnsta einn af hverjum tíu á vinnumarkaði hér á landi er erlendur ríkisborgari.
Íslenskukennslan er lykilþáttur
Það er gömul saga og ný að íslenskukunnátta er mikilvægur lykill að þátttöku erlendra ríkisborgara í íslensku samfélagi. Nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri eiga kost á íslenskukennslu en í fullorðinsfræðslunni er hlutur símenntunarmiðstöðvanna mikilvægur. Þær bjóða upp á íslenskunám fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og eru námskeiðin jafnan mjög vel sótt. Grunnur fólks er mismunandi, sumir koma úr fjarlægum heimshlutum þar sem annað letur er notað og eru því ólæsir eða illa læsir á það latneska letur sem við notum. Fyrir þetta fólk er yfir háan vegg að fara og mörgum reynist torveld leiðin að settu marki.
Ég hygg að flestir sem að fullorðinsfræðslu starfa séu sammála um að þó svo að vel sé staðið að þeirri íslenskukennslu sem er í boði í dag þyrfti að gera enn betur. Íslenskan er erfitt tungumál að læra og ég verð vör við að fólk af erlendu bergi brotið kallar eftir frekari íslenskukennslu. Þetta þurfum við að hafa í huga.
Að mínu mati megum við heldur ekki gleyma því fólki sem hefur búið hér á landi í töluverðan tíma og komið ár sinni vel fyrir borð, er jafnvel komið í stjórnendastöður á vinnumarkaði og þarf því að nota tungumálið í ríkum mæli, bæði talmálið og ekki síður ritmálið. Þessu fólki þarf líka að bjóðast íslenskunám sem byggir ofan á þann grunn sem það hefur þegar fengið í tungumálinu.
Móttaka flóttafólks
Símenntunarmiðstöðvar víða um land gegna ákveðnu lykilhlutverki varðandi kennslu fullorðinna flóttamanna. Þar er um krefjandi verkefni að ræða m.a. vegna þess að flóttafólk kemur oft úr erfiðum aðstæðum og hefur ekki sjálft valið að fara frá sínum heimkynnum heldur neyðst til þess. Fyrir utan kennslu í íslensku er kennsla í samfélagsfræði og menningu landsins hluti af þeim verkefnunum sem símenntunarmiðstöðvarnar sinna. Búa mætti mun betur að baklandi þessara verkefna t.d. með sérfræðiráðgjöf og námsefni.
Að vísa fólki veginn
Á þeim tíma sem ég hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú hef ég sannfærst um nauðsyn þess að eiga persónuleg viðtöl við margt af því erlenda fólki sem hér býr. Ég finn að þau eru mikilvæg til þess að vísa fólki veginn í íslensku samfélagi, kynna fyrir því réttindi þess og skyldur, möguleika í menntun o.fl. Viðtölin eru líka mikilvægur liður í því að byggja upp sjálfstraust hjá fólki til þess að takast á við eitthvað sem hefur blundað með því innst inni en það hefur ekki haft áræði til þess að taka skrefið.
Þess eru mýmörg dæmi að fólk með mikla menntun að baki í heimalandinu fær ekki viðurkenningu á henni á vinnumarkaði hér á landi og getur því ekki nýtt sér eða byggt ofan á hana með frekara námi hér. Í mörgum tilfellum er um hreina vanþekkingu að ræða beggja vegna borðsins og ég veit til þess að stundum þarf ekki nema eitt viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til þess að koma slíkum málum í réttan farveg í kerfinu.
Að ýta undir virkni og þátttöku í samfélaginu
En þá er það spurningin, hvernig er best að ná til erlends fólks á vinnumarkaði?
Í mörgum tilfellum getur verið erfitt fyrsta skref fyrir erlenda starfsmenn sem lítið þekkja til að fara inn fyrir þröskuld símenntunarmiðstöðvanna til þess að sækja námskeið eða eiga viðtöl við náms- og starfsráðgjafa. Mín reynsla er sú að farsælla sé að taka fyrstu skrefin á vinnustöðunum í góðu samstarfi við fyrirtækin og ég hef ekki orðið vör við annað en að stjórnendur í atvinnulífinu séu almennt velviljaðir í þessum efnum. Oftast fer líka saman að starfsánægja erlendra starfsmanna eykst með aukinni virkni og þátttöku í samfélaginu.
Austurbrú hefur m.a. boðið upp á fagnámskeið fyrir erlent starfsfólk í leikskólum Fjarðabyggðar. Starfsfólkið kemur í hádeginu einu sinni í viku og kennslan og viðfangsefnið er fjölbreytt. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel. Farið er í sjálfsstyrkingu, tjáningu, gerð færnimöppu, kennt er á tölvur, listastarf, innra starf leikskólanna er tekið fyrir og íslenskukennslan fléttast inn í alla þættina. Þetta er ein leið til að styrkja erlendu íbúana okkar í lífi og starfi.
Símenntunarmiðstöðvar gegna lykilhlutverki við að vísa erlendum íbúum veginn í íslensku samfélagi og bjóða þeim upp á fjölbreytta kennslu í íslensku og samfélagsfræði. Þær þyrftu að hafa meira svigrúm til að sinna þessu hlutverki miðað við vaxandi fjölda erlendra íbúa.
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Skoðun

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar