Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna Kathrine Kleveland skrifar 27. apríl 2018 07:00 Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar