

Nauðsyn eða tímaskekkja?
Töluvert hefur verið rætt um málið innan raða þeirra sem sinna eða koma að ráðningum og hefur einnig verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum verður því að teljast ákveðið hitamál í mannauðsmálum hins opinbera.
Tilmæli umboðsmanns Alþingis um birtingu byggjast á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en markmið laganna er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. Þau kveða einnig á um upplýsingarétt almennings hvað varðar gögn í vörslu stjórnvalda. Nafnleynd er því ekki möguleg ef á annað borð er óskað eftir lista yfir umsækjendur.
Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að til staðar sé ákveðið gagnsæi svo upplýsa megi almenning um hverjir sóttu um tiltekið starf og getur almenningur dregið ályktanir um hvort hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn. Þannig er gagnsæi aukið til muna frá því sem áður var, eða hvað ?
Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækjum, sem oft eru fengnir til að koma að ráðningum í opinbera geiranum, hafa látið þau orð falla að upplýsingalögin geti virkað letjandi á hæfa umsækjendur þar sem þeir vilja ekki eiga á hættu að nafn þeirra birtist í fjölmiðlum.
Tökum sem dæmi að einstaklingur að nafni Arna sæki um sem fjármálastjóri hjá opinberri stofnun. Arna hefur unnið alla sína tíð á almenna markaðnum og sér þarna draumastarfið sitt auglýst. Arna er mjög sátt í núverandi starfi en veit að umrætt starf er ekki oft auglýst og því sé tækifærið núna til að kanna möguleika sína á því. Arna er mjög hæfur umsækjandi, hún er með menntun við hæfi, áratuga reynslu í sambærilegu starfi og uppfyllir allar hæfnis– og menntunarkröfur sem settar voru fyrir starfið. Arna sækir um starfið en þegar umsóknarfrestur er liðinn er Örnu tjáð að óskað hafi verið eftir birtingu á umsækjendalistanum. Arna dregur umsókn sína til baka. Hún dregur í efa að núverandi vinnuveitendur sýni skilning á stöðu hennar.
Snúum dæminu við. Davíð er starfsmaður hjá hinu opinbera með sömu forsendur, mjög hæfur í starfið og fær upplýsingar um birtinguna. Líkur eru á því að Davíð muni ekki draga umsókn sína til baka því skilningur yfirmanna hans er mun meiri og hefð fyrir því að starfsmenn innan hins opinbera færi sig til í starfi. Við þessar aðstæður er freistandi að spyrja sig hvort hið opinbera hafi aðgang að hæfasta starfsfólkinu í störfin ef einungis er litið til birtingarinnar.
Rannsókn og ritrýnd grein sem greinarhöfundur skrifaði, ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, sýna að fælingarmáttur birtingarinnar er 20-35% og hefur neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild sinni. Birting á nöfnum þeirra einstaklinga sem sækja um viðkomandi starf getur leitt til þess að hæfasti umsækjandinn verði ekki ráðinn.
Áhugi almennings er jú til staðar, það er ljóst en hvaða gagn gerir birtingin? Er gagnsæið að vinna með umsækjendum og hinu opinbera þegar umboðsmaður þarf sífellt að áminna stofnanir og ráðuneyti sökum þess að lögin eru ekki virt? Jafnvel að farið sé fram hjá þeim eins og hægt er með tímabundnum ráðningum og ófullnægjandi birtingum. Þegar litið er til lagalega umhverfisins á Íslandi eru hagsmunir hins opinbera hvívetna hafðir ofar hagsmunum umsækjandans.
Tortryggni almennings og umræða um pólitík, klíkuráðningar og ógagnsæi eru meginástæða birtingarinnar en mætti ekki laga það með því að bæta umsýslu mannauðsmála hjá hinu opinbera? Kalla að borðinu fólk sem menntað er í mannauðsfræðum og kanna með þeim hvaða mælikvarðar myndu gera það að verkum að hið opinbera fengi hæfasta fólkið til starfa hverju sinni með gangsæjum hætti. Nú eða þjálfa núverandi stjórnendur í mannauðsmálum og auka þannig gæði ráðninganna.
Ríkið þarf að móta markvissa stefnu í mannauðsmálum, gefa forstöðumönnum og stjórnendum sínum aukið vald til ráðninga til að hægt sé að búa til heilbrigðan umsækjendamarkað, ef kalla má svo, grundvöll þar sem hinn opinberi geiri stenst samanburð við hinn almenna að einhverju leyti.
Skoðun

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar