Gróf mismunun öryrkja og aldraðra í kerfi TR Björgvin Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar