Gróf mismunun öryrkja og aldraðra í kerfi TR Björgvin Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun