Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 25. janúar 2018 06:03 Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun