Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 25. janúar 2018 06:03 Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun