Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Bjarni Bernharður skrifar 13. janúar 2018 11:10 Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun