Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 25. janúar 2018 06:03 Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun