
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands!
Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“.
Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt.
Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir.
Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni.
Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa.
Skoðun

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar