1. maí Guðmundur Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar