Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. maí 2025 10:17 Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun