Allt undir á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2018 10:30 Haukar, Valur, Dominosdeildin, Domino's deild kvenna, karfa, körfubolti, 2018, úrslit Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins